Monday, April 18, 2011

Mitt seinasta blogg! Seinasta vikan í Kenya :)


  Hæ hæ!
Eins og margir vita eflaust að þá lenti ég á klakanum þann 13.mars. Ég var víst búin að lofa nokkrum að koma með lokablogg og segja frá seinustu dögunum í ferðinni.  Líka gaman fyrir mig að rifja þetta upp svona eftir að ég er komin heim. Ætla því að henda inn seinustu færslunni frá bestu ferð lífs míns :)
p.s. veit að þetta blogg er í lengri kantinum. Er að segja frekar ítarlega frá hlutunum en mér finnst það skemmtilegra, vil að ykkur finnist þið vera að upplifa þetta með mér :) Endilega eyðiði nokkrum mín í að lesa þetta og skiljið eftir ykkur loka comenntið! Takk .

Helgin 25.-27.febrúar.
Seinustu heilu helgina okkar í Kisumu notuðum við í að skemmta okkur, liggja á sundlaugarbakkanum og tana, fórum út að borða og nutum þess að vera saman þessa seinustu daga og rifjuðum upp ferðina í grófum dráttum. 
Á sunnudeginum fór allur hópurinn saman til Korando til Anne Laurene á nokkurskonar lokahóf. Vorum öll svona frekar þreytt ef svo má að orði komast. Lögðum af stað kl 10:00 um morgun og þegar ekkjurnar tóku á móti okkur með sínum fræga söng og við sáum hvað fólkið var búið að gera okkur til heiðurs, setja upp útitjald, færa sófana og borðin út, setja upp hátalarakerfi og græjur að þá hættu allir að vera þreyttir og úldnir. Fundum öll á okkur að þetta yrði góður dagur.. sem þetta var, ótrúlega yndislegur dagur með yndislegu fólki.. sem ég sakna alveg heiftarlega mikið!
En allavega.. byrjuðum prógrammið á því að spila fótbolta við Youth group strákana í mesta hita í heimi með lítið sem ekkert vatn meðferðis. Þráðum öll vatn, svo mikið! Við lifðum af og unnum meira að segja leikinn, 5-4. Og þeirra lið var allt strákar og okkar lið var meirihlutinn stelpur, haha! Erum best.. :)
Fórum svo heim og hjálpuðum til við matargerðina, eða sko stelpurnar, strákarnir sátu auðvitað bara á sínum feitu rössum. Maturinn var alveg rosalega flottur, mikill og góður, þau höfðu greinilega mikið fyrir þessu.
Eftir matinn voru haldnar ræður, okkur var hrósað í bak og fyrir fyrir störf okkar seinustu vikur.
Það sem eftir lifði dags eyddum við í að spjalla við fólkið, skoða garðinn þeirra það sem þau hafa verið að gróðursetja, skoða hluti sem ekkjurnar hafa verið að gera og eru að selja, t.d. töskur, hálsmen, föt, dúka o.fl. Ég gaf Elvis vasaljósið mitt og fullt af batteríum því hann elskaði að leika sér með það þegar ég dvaldi hjá þeim. Hann varð svo glaður, það er svo gaman að gleðja þessi litlu, sætu börn!
Undir lokin fengum við köku,, það er mjög fyndin saga. Vorum búin að hlakka svoo til að fá köku, sérstaklega hún Edda átvagl. Kakan var skorin, svo var hún skorin í smærri bita og enn smærri þangað til hver biti var eins og lítill kassi. Við vissum ekkert hvað væri í gangi. Svo vorum við látin hafa bitana og okkur sagt að mata alla, já við mötuðum um 150 manns með lítilli köku. Það var smá kjánalegt, sérstaklega þegar ég missti óvart einn kökubitann yfir greyið ekkjuna.
Ástæðan fyrir þessu var sú að fyrst Jesús gat mettað 5000 manns með 2 brauðsneiðum og 5 fiskum að þá gátum við alveg, um 150 manns, deilt einni köku á milli okkar. Annars fín kaka sko.
Eyddum svo seinustu mínútunum í að dansa og spjalla, fengum kvöldmat og kvöddum alla, sem var alveg roosalega erfitt, fórum svo upp á hótel að pakka niður fyrir seinasta verkefnið okkar!

28.febrúar-4.mars.
Þessa daga fór ég ásamt Hörpu og Katrínu til Nakuru. Gistum þar hjá 24.ára strák að nafni Chris. Hann hafði nú ekki mikið á móti því að hafa 3 hvítar heima hjá sér :) Fyrsta kvöldið vorum við að kynnast og spila.
Þriðjudagur:
við fórum í heimsókn á munaðarleysingjarhæli sem einnig er skóli og heitir New Life. Það eru dönsk hjón sem sjá um heimilið, það var stofnað árið 1996 og hefur þróast vel síðan þá. Krakkarnir í skólanum eru frá 3.-11 ára, eftir það fara þau í secondary school en fá samt að vera á heimavistinni þangað til þau eru nógu þroskuð til þess að takast á við lífið upp á eigin spýtur.
Þegar við skoðuðum okkur um þarna þá sáum við eitthvað sem við höfðum ekki séð áður í þessari ferð á munarðarleysingjarhæli. Stelpurnar höfðu aðgang að nánast öllu.  Flott rúm, setustofu með flottum sófum, sjónvarp, tölvur og hárblásara. Strákarnir eru trítaðir eitthvað verr þarna en stelpurnar, ég man ekki útaf hverju samt. En þeim líður sumum ekki nógu vel á þessum stað var mér sagt.
Á sömu lóð og skólinn/heimilið er á, eru einnig samtök sem kallast Young Mothers, þau eru fyrir konur sem hafa lent í ýmsum hremmingum og slæmum lífsreynslum, s.s. nauðgunum. Þarna geta þær öðlast betra líf, opnað sig og fengið hjálp þangað til þær eru tilbúnar til þess að fara út aftur. Málið er nefnilega það að þessum konum finnst það oft vera þeim að kenna að þeim hafi verið nauðgað, eins og þær hafi bara átt það skilið... sem er auðvitað kolrangt! Sumar eru tilbúnar að fara út eftir 3 mánuði, aðrar eftir 6 og þær sem eru lengst eru í 1 ár.
Konunum er kennt að búa til töskur úr plastpokum, sauma, búa til hálsmen o.fl. til þess að dreifa huganum. Keypti mér einmitt eitt hálsmen þarna sem gert er úr dagatali, frekar nett.
Eftir klst skoðunarferð um svæðið vissi enginn hvað við áttum að gera næst. Við hittum 25 ára gamlan strák að nafni Joseph sem bauðst til að fara með okkur að borða hádegismat. Hann er fyrrverandi meðlimur New Life. Við þekktum hann ekki neitt, og okkur var alltaf sagt að treysta ekki ókunnugum, en við vorum bara svo pirraðar, allt var svo óljóst og enginn vissi neitt að við ákváðum að treysta honum.
Þetta var tilfinningaþrungnasti hádegismatur sem ég hef farið í. Sátum í 3,5 klst að hlusta á strákinn tala um allt líf sitt, hann opnaði sig algjörlega fyrir okkur. Þvílíkt og annað eins.
Þegar við komum á staðinn var hann fullur, svo þegar við litum upp voru allir farnir án þess að við höfum tekið eftir einu né neinu. Ætla ekki að segja frá alveg allri sögunni en ég læt e-rjar línur fylgja;

-Joseph missti foreldra sína 6 ára og fór á götuna ásamt 8 öðrum bræðrum sínum. Ættingjar þeirra tóku alla peningana sem foreldrarnir áttu og földu öllu skjöl tengd þeim! (foreldrar þeirra voru vel efnaðir miðað við annað fólk á þessum tíma).
- Bræðurnir skildust allir að og hver þurfti bara að hugsa um sjálfan sig, að lifa af á götunni!
- Joseph lenti í ýmsu sem enginn getur ímyndað sér! Hann þurfti að gangast í gegnum ýmsar þrautir til þess að komast inn í klíkur á götunni, t.d. að sofa með dildó í rassinum heila nótt og láta brennimerkja á sér líkamann með sígarettustubbum, hann sýndi okkur örin.
- Hann sniffaði ekki lím en hann reykti marijúana. ( í dag er hann ekki í neinu rugli, reykir ekki einu sinni sígarettur).
- Hann varð vitni af 7 "vinum" sínum nauðga stelpu sem öskraði og öskraði á hjálp. Joseph bjargaði henni og lét hana hlaupast á brott, hann sat eftir með skrekkinn og þurfti að gjalda þess að hafa bjargað stelpunni í margar vikur eftirá! Hann var lúbarinn, næstum til dauða.
- Þegar hann var 11 ára borgaði hann fyrir bílastæði hjá einum manni sem kostaði 40 sillinga (sem var aleiga Joseph´s á þessum tíma, sem eru 60kr). Ef Joseph hefði ekki borgað fyrir manninn hefði hann fengið háa sekt. Maðurinn varð honum rosalega þakklátur. Hann var einn af stofnendum New Life að mig minnir, og tók Joseph með sér.
- Joseph byrjaði í skóla í New Life og var mikið strítt vegna þess að hann var gamall og kunni ekkert í skóla, hann var algjörlega lagður í einelti. Joseph vaknaði kl 2 eða 3 á næturnar og lærði og lærði og fór svo í skólann kl 8. Þetta gerði hann í marga mánuði og uppskar svo sannarlega eftir því. Hann varð gáfaðastur af krökkunum og var farinn að hjálpa þeim í skólanum. Hann var ekki lagður í einelti lengur.
- 18 ára gamall kynntist Joseph stelpu, sem hann svo byrjar með! Þau voru að eignast strák núna um daginn.
- Í dag er Joseph kominn með lögfræðing sem er að vinna í að fá peninga foreldra hans til baka. Ef það gengur upp, sem ég svo sannarlega vona, þá fá bræður hans sinn hlut og restina ætlar Joseph að nota til þess að hjálpa götustrákum! Hann ætlar ekki að eyða krónu í sjálfan sig. Þvílíkt hjarta sem hann er með.
- Hann býr nú í íbúð og er að þróa með sér fyrirtæki sem sér um það að skipuleggja fjallgöngur og útivistarferðir fyrir ferðafólk. Honum gengur mjög vel í lífinu í dag, mér þykir rosalega vænt um þennan strák, og fyrir að hafa sagt okkur þessa sögu!
..
Þess má geta núna er hann að vinna í að tala við götustráka og fá þá til að segja sér ævisögu sína, svo ætlar hann að senda okkur skjöl og myndir og við ætlum að reyna okkar besta til þess að finna styrktarforeldra fyrir þá...

Það var ótrúlegt að hlusta á þetta, (þetta er samt ekki öll sagan). Sátum eins og límdar við sætin og störðum á hann allan tímann og þurftum að hafa okkur allar við að tárast ekki. Ótrúlegt að sitja við hliðiná honum þegar hann var að segja þetta, get einhvernveginn ekki lýst þessu. Þetta var saga sem við vorum búnar að bíða eftir að heyra lengi, frá manneskju sem sjálf hafði lent í þessu.  Finnst eins og ég hafi þekkt hann allt mitt líf en þarna var ég bara búin að þekkja hann í nokkrar klst.
Kvöldinu eyddum við með Chris, fórum einnig út að borða með Linet og Christine. Linet er vinkona Anne Laurene og sér um skóla o.fl. í Nakuru.
Miðvikudagur:
Þennan dag heimsóttum við án efa einn fátækasta skóla sem ég heimsótti í ferðinni. Krakkarnir voru svo skítug í rifnum fötum. Skólinn hafði ekki efni á að gefa þeim að borða og þau fengu sum ekkert að borða heima hjá sér. Voru heppin ef þau fengu einn banana, aumingja börnin.
Við lékum við þau í dágóðan tíma, fórum í íslenska og afríska leiki, þau voru svo ótrúlega glöð og sæt! Fórum einnig með þeim í kennslutíma og fórum yfir verkefni sem þau voru að gera. Blöðin í stílabókunum þeirra voru orðin brún af skít og það var varla neitt eftir af blýöntunum né bókunum, þær voru svo rifnar. Við ákváðum því að nota 6000 sillingana sem söfnuðust á Íslandi í þennan skóla. Fylltum heilan pappakassa af stílabókum, kennslubókum í allskyns fögum, blýöntum, yddurum, pennum, krítum, nammi o.fl. Mikið voru þau glöð. Þarna fann ég að ég var að hjálpa til. Sá það svo greinilega, og það var svo góð tilfinning.
Þegar þessu var lokið keyptum við í matinn, kjúkling, spaghettí og svo auðvitað rauðlauk og tómata til þess að búa til besta salat í heimi. Héldum heim til Chris og útbjuggum mjög góðan kvöldmat. Skiptumst á að fara í sturtu (hella yfir okkur ííísjökul köldu vatni). Viti menn, þegar ég fór í sturtu var riiisa kakkalakki þar með vængi. Vá hvað ég öskraði mikið, Chris kom og bjargaði mér, hahah!! Mér brá svo.
Eftir dýrindis kvöldmat og ágætis kakkalakka sturtu, kíktum við á pöbbann í pool og að hrista ugali spikið okkar með nokkrum danssporum. Hittum Linet, elsku Joseph og Max vin hans sem er Þjóðverji og vinnur í New Life. Hrikalega var þetta skemmtilegt, stjórnuðum algjörlega dj-inum og spiluðum okkar tónlist, ekkert afríkurugl það kvöldið :)
Fimmtudagur:
Ég, Harpa og Katrín eyddum þessum degi með Linet. Hún sýndi okkur þó nokkra staði. Margt af því sem hún sýndi okkur er hún að hjálpa til með. Fórum í 3 skóla, sungum fyrir börnin og gáfum brauð og djús í einum þeirra. Skoðuðum munaðarleysingjarhæli, fórum á heilsugæslustofu og fræddumst um fóstureyðingar, það er rosalega algengt hjá ungum verðandi mæðrum í Kenya að reyna að fremja fóstureyðingu sjálfar! Á heilsugæslustofunni er einnig tekið á móti krökkum með HIV og malaríu og vinir Kenya borga lyf fyrir þau.
Linet sýndi okkur nokkur slumm á svæðinu, í einu þeirra hittum við bræður sem voru albinóar, foreldrum þeirra virtist vera aaalveg sama um þá, voru blindfull. Bræðurnir voru alveg skaðbrenndir eftir sólina og foreldrarnir reyndu ekkert að gera í því, ég gaf þeim 30 sólarvörnina mína, vona að þau noti hana á strákana. Þegar við vorum á leiðinni í burtu þá var kallað á eftir okkur að kaupa bjór handa foreldrunum og mat handa strákunum. Alveg hreint ömurlegt.
Enduðum annars þessa erfiðu göngu, vegna mikils hita og vatnsskorts, hjá nokkrum ekkjum sem sýndu okkur hvernig á að búa til töskur úr plastpokum og einnig körfur, vorum að spreyta okkur í því. Leið frekar illa þennan dag vegna hitans, það var mjög óþægilegt.
Skelltum okkur í sund til þess að kæla okkur niður, ég og Katrín þurftum reyndar ekki að hoppa ofaní laugina til þess að kæla okkur vegna þess að okkur var þegar kalt, sólin var að setjast. Joseph og Max komu til okkar, fórum svo öll saman í kvöldmat til Linet, mjög kósý! Yndislegt fólk.

Helgin 4.-8.mars.
Föstudagurinn 4.mars fór í það að ferðast frá Nakuru til Kisumu að hitta hópinn á þessum yndislega stað í seinasta skipti! Man eftir öllum þjónunum á hótelinu, herbergjunum, leiðinni til og frá Nakumatt (supermarkaður sem við vorum alltaf í), stöðunum í kringum hótelið okkar og örugglega öllu öðru. Var virkilega gott að vera þarna!
Við stelpurnar skelltum okkur í tanið,,, auðvitað! Um kvöldið hittum við svo Kjartan í fyrsta skiptið síðan á Íslandi, gaman, gaman. Skelltum okkur öll saman út að borða á The Swan! Mjög fyndið að segja frá því að á veröndinni, þar sem við borðuðum, voru 2 matsölustaðir. Annar grænmetisstaður og hinn kjötstaður og bara kjöt staðurinn seldi áfengi! Þannig ef maður pantaði bjór og grænmetispitsu t.d. þá þurftum við að vera með bjórinn á sér borði og pitsuna á sér borði!! Við hlógum alveg rosalega mikið að þessu!
Eftir mat voru seinustu danssporin tekin á Ray Palace, aðal barnum okkar, langt fram eftir nóttu! Við Halldóra spjölluðum svo uppi á hóteli til að verða 5 um nóttina og það var ræs 2 klst seinna. Getið ímyndað ykkur hvað við vorum hressar!

Masaai Mara.
Dagarnir 5.og 6.mars einkenndust af mikilli keyrslu og að skoða dýr í þjóðgarðinum Masaai Mara. Keyrðum í garðinn frá 10-16, byrjuðum þá aðeins á því að skoða dýrin til 18:30, keyrandi í bíl þar sem hægt var að opna þakið.  Okkur voru úthlutuð tjöld til þess að sofa í yfir nóttina í miðjum garðinum. Tjöldin voru með klósetti, vaski, sturtu og rúmum, alveg risavaxin. + fullt af köngulóarvefjum í kaupbæti! Masaai Mara hermaður sat svo hjá öðru hverju tjaldi að verja okkur öll ef e-ð skyldi gerast, t.d. ef risa dýr myndi ráðast að tjöldunum.
Daginn eftir vöknuðum við um 6, byrjuðum svo að keyra um garðinn kl 8 og keyrðum til 20 um kvöldið takk fyrir! Enda voru allir meira en dauðþreyttir þegar við loksins komum til Nairobi um kvöldið.
Allavega.. þennan dag skoðuðum við fullt af dýrum, ljón, zebra hesta, antilópur, flóðhesta, fíla, gíraffa, villisvín, krókódíla, buffalóa o.fl. Svo flott að sjá þetta nokkrum metrum frá mér! Fórum einnig að landamærum Tansaniu-Kenya.
Í lok heimsóknar okkar til Masaai Mara heimsóttum við Masaai Mara hermenn sem er þjóðflokkur sem hefur verið til í mörg, mörg ár. Hérna koma nokkrir punktar um Masaai Mara hermenn:

-Þeir heilla stelpur/konur með því að hoppa eins hátt og þeir geta.
- Foreldrar karlanna velja fyrstu konuna handa þeim en hún velur svo næstu konu, nr 2. Sem er jú.. frekar spes.
- Ef þeir eiga margar kýr mega þeir fá sér margar konur.
- Eftir 10 ára búsetu á sama stað þurfa þeir að færa sig um sess.
- 15 ára eru þeir umskornir og gerast hermenn til 25 ára. Eftir það geta þeir orðið viðurkenndir Masaai Mara hermenn, en til þess þurfa þeir að drepa ljón,  það má samt held ég ekki lengur.
- Konurnar byggja húsin sem eru úr mold.
- Karlarnir veiða og vernda svæðin, þá komast villtu dýrin ekki að éta kýrnar.
- Börn þeirra eru öll morandi í flugum vegna kvefs og hors.
- Þeir kveikja eld með spýtum og lifa mjög mikið eins og í gamla daga.

Að lokum skoðuðum við húsin þeirra sem eru mjög hrörleg og lítil, fórum svo á markaðina þeirra að skoða dótið sem konurnar hafa veri ðað búa til. Við Edda keyptum okkur armband úr gíraffaskotti og annað armband úr kúahornum.
Keyrðum svo til Nairobi þar sem við gistum hjá syni Anne Laurene og konu hans sem búa í alveg óótrúlega flottu húsi. Fengum svo rosalega góðan mat, sturtu og góðan svefn.

Þann 7.mars fengum við góðan og flottan morgunmat hjá Winsent syni Anne Laurene og Gloriu konu hans! Við Harpa bjuggum til smoothie handa öllum! Fljótlega eftir morgunmatinn kvöddum við þetta góða fólk og héldum upp á hótel þar sem við eyddum seinustu nótt ferðarinnar. Vorum þar allan daginn að chilla bara og Chris kom til okkar frá Nakuru til þess að kveðja almennilega! Vorum með plön fyrir daginn en Afrika er eins og hún er, allir seinir, þannig það varð ekkert úr plönum okkar!
Keyptum hins vegar stafræna myndavél handa Anne Laurene og flug fyrir hana til Korando. Mikið varð hún glöð. Hún átti þetta svo sannarlega skilið, búin að dekra rosalega mikið við okkur og þið getið ekki ímyndað ykkur hversu erfitt það var að kveðja þessa frábæru konu! Verð bara að hitta hana aftur og börnin hennar, sérstaklega Elvis.
Seinni partinn fórum við á markað og svo út að borða. Heyrðum 6 skothvelli þegar við vorum að bíða fyrri utan hótelið. Þessir skothvellir komu úr næstu götu og okkur var sagt að 2-3 höfðu dáið! Tel okkur hafa verið heppin að hafa ekki verið aðeins neðar. En svona er þetta víst þarna í Kenya og þá sérstaklega í þessari borg, Nairobi.
Þess má geta að þegar við ætluðum að borga reikninginn kom hann fyrst upp á 10.600 sillinga fyrir okkur öll. Okkur fannst það heldur mikið svo við báðum þau að fara yfir hann aftur og þegar uppi var staðið borguðum við 6000 sillinga! Þetta var gott dæmi um það að svarta fólkið ætlaði að svindla á því hvíta!
Joseph kom svo og hitti okkur og við enduðum kvöldið á því að dansa afríska dansa með Kjartani, hann réttara sagt dró okkur á gólfið :)

Þann 8.mars , seinasta daginn okkar í Kenya, heimsóttum við Little Bees sem er skóli sem styrktur er af fólki á Íslandi! Hann er staðsettur í slömmi sem er klárlega það ógeðslegasta sem ég hef séð með mínum eigin augum. Mikil fátækt og mjög vond lykt, enda voru stæðstu ruslahaugar sem ég hef augum mínum litið hjá húsunum. Fólk býr rosalega þétt og skólpið lekur niður eftir götunum, einnig kúkar fólkið bara hér og þar.
Allavega.. í skólanum eru um 250 krakkar frá að mig minnir, 2.-13 ára. Þau voru rosalegar dúllur og mjög glöð. Sungu fyrir okkur og héldu tískusýningu, of sætt.  Strákar um 11-13 ára sýndu okkur fimleikatakta, og enga venjulega takta! Stóðu uppá hausnum á hvor öðrum og gerðu allskyns apaæfingar í loftinu, ekkert smá flott hjá þeim! Hef án gríns aldrei séð annað eins. Voru bara að hoppa og skoppa á sandi og steinum, í engum sokkum og engum skóm.
Skólastofurnar eru afmarkaðar með teppum, það eru t.d. 3 bekkir í einu herbergi. Plássið er sko aldeilis nýtt á þeim bænum.
Við hittum stelpu um 14 ára aldurinn. Vinstri höndin hennar er mun styttri en sú hægri. Ástæða þess er sú að þegar hún var lítil fór hún í bólusetningu. Læknirinn gerði e-rja vitleysu og hún fékk mjög slæma sýkingu í upphandleggsbeinið. Afleiðingar þess voru þær að það þurfti að fjarlægja beinið sem gerði það að verkum að höndin styttist. Stelpan getur hreyft fingurnar en hún finnur ekki fyrir miklu, t.d. var snúið uppá höndina hennar þar sem saumarnir hanga saman og hún fann ekkert fyrir því, það var frekar nasty sjón!
Einnig hitti ég strák sem ég hugsa mjög mikið um, hann heitir Amos Imbeya og er 13 ára gamall. Hann hefur misst báða foreldra sína og í ofanálag er hann með rosalega alvarlegan hjartagalla sem ég reyndar veit mjög lítið um annað en það að það er ekkert hægt að gera fyrir hann! Fingurgómarnir hans líta út eins og blöðrur vegna þess að ekkert blóðflæði er! Aumingja strákurinn er svo sorgmæddur, sá það í augunum hans, alltaf þegar ég horfði í þau þurfti ég að líta undan til þess að fara ekki að gráta. Ég reyndi allt til þess að fá hann til að brosa, það gekk rosalega illa en hann brosti einu sinni mjög lauslega fyrir mig, mikið var gott að sjá það!
Amos er tveimur árum eftirá í skóla. Ástæða þess er sú að þegar foreldrar hans dóu lokaði hann sig algjörlega af, grét í tíma og ótíma, og var einnig með stanslausar áhyggjur af sjálfum sér og lífinu. Í dag grætur hann enn.
Það sem mér finnst ömurlegt er það að Vinir Kenya voru búnir að safna nægum pening fyrir Amos til þess að gangast undir aðgerð til þess að létta honum lífið, læknirinn sem ætlaði að framkvæma aðgerðina drap konuna sína og svo sjálfan sig nokkrum dögum fyrir settan dag! Nú treystir sér enginn læknir í þessa erfiðu aðgerð og Amos veit að það eina sem hann getur gert í dag er bara að þrauka,, þrauka eins lengi og hann mögulega getur!
Þetta snart mig mikið, ég hugsa oft til hans, og ég fæ sting í hjartað þegar ég hugsa um sorgmæddu augun hans! Langar svo að geta gert eitthvað til þess að hjálpa honum!

Seinna þennan sama dag flugum við frá Nairobi til Mumbai.
Þaðan flugum við frá Mumbai til Kuwait.
Svo frá Kuwait til London.

Þetta ferðalag tók um sólarhring. Mikil þreyta var í mannskapnum eftir langar biðir á flugvöllum o.fl.
Ég, Edda og Halldóra enduðum ferðina á 5 dögum í London, versluðum, djömmuðum, skoðuðum borgina og fórum á Manchester United vs. Arsenal! Mjög góð leið til þess að enda þessa frábæru ferð! Okkur fannst fáránlegt þegar við vorum komnar uppá hótelherbergi í London að geta farið í heita sturtu, pantað okkur Dominos pitsu og sofið í mjúku, stóru rúmi með sæng og horft á flatskjá! Fengum nett menningarsjokk þessa daga þegar við vorum að venjast okkar raunveruleika aftur.

Ég hef verið að vinna í því að safna styrktarforeldrum handa börnum þarna úti, búin að finna 6 fyrir stelpurnar sem eiga heima á munaðaraleysingarhælinu sem ég dvaldi fyrst á í Indlandi, svo hef ég fundið nokkra fyrir krakka í Kenya og held áfram að leita. Einnig verð ég svo líklegast seinna meir að finna foreldra handa götustrákum eins og ég sagði ofar í blogginu. Endilega verið í sambandi við mig ef þið hafið áhuga á að gerast styrktarforeldrar. 2500-3000 kr á mánuði sem dugar til þess að kaupa föt, mat og borga skólagjöldin.
herdis91@hotmail.com.

Ég hugsa mikið um þessa ferð og hef verið að bera saman lifnaðarhætti okkar og fólksins þarna úti,, og váá! Þið vitið í alvöru ekki hvað við höfum það fjandi gott, þrátt fyrir að okkur finnist það stundum ekki vegna kreppu, Icesave og alls konar svona kjaftæði! Þetta er bara dropi í hafi miðað við það sem ég hef augum litið í Indlandi og í Kenya.
Vil einnig þakka ykkur fyrir að hafa fylgst með mér, ótrúlega gaman að sjá hvað sumir hafa mikinn áhuga á þessu, veit að ég geri nú ekki stystu blogg í heimi.. :) 


p.s. ALLAR mínar myndir frá ferðinni eru inná facebook! 
-Herdís.


Saturday, February 26, 2011

20.-26.februar. Kisii

Hae hae.

Hedan er allt rosalega gott ad fretta, adeins eitt verkefni eftir af fjorum herna i Afriku, pinu leidinlegt ad hugsa til thess. Eg, Edda og Halldora framlengdum ferdinni okkar thannig vid aetlum ad vera i London fra 9.-13.mars, forum m.a. a Arsenal-ManchesterUnited a Old Trafford. Arni, Agnes, Lalli, Katrin og Ingvar voru oll buin ad akveda thetta fyrir longu thannig vid verdum afram saman, verdur rosalega godur endir a bestu ferd lifs mins ;)
Forum ad sigla a Viktoriuvatni seinasta sunnudag, saum flodhesta, thad var daldid magnad.

Seinustu viku for eg asamt Eddu og Katrinu til Kisii i vatnsverkefni. A heimilinu bua Josefine, Janis, 5 born, fraenka og vinur. Svo baettumst vid thrjar vid sem gera 12 manns i minnstu ibud i heimi. Svafum 6 inni stofu. Eftira ad lita tha var thad alveg kosy.
Thurftum ad taka Matatu a hverjum degi fra heimili theirra i midbae Kisii, tok um 20-30 min.
Verkefni okkar einkenndist af thvi ad leggja vatnspipur i gegnum heilt thorp. Thad tekur um 1-2 ar. Nema vid logdum ekki nema brot af thessum pipum. Komum fyrsta daginn eins og algjorir halfvitar, kannski 8 strakar ad vinna a fullu og vid tokum af theim verkfaerin og byrjudum ad moka mold yfir pipurnar. Their hlogu, kvikindi. Fannst ekki alveg passa ad hafa stelpur i thessu verkefni. Vorum tharna heilan dag, lobbudum 3 km til thess ad komast thangad upp haedir, forum svo ad moka i 2 klst. Thvilikt god aefing, vorum ekki ad hata thad.
Daginn eftir forum vid aftur upp hlidarnar i brjaludum hita. Thann daginn hjalpudum vid til ad lyfta pipunum til tess ad hafa thaer i beinni linu. Svo voru settar festingar a pipurnar til thess ad festa thaer saman, annars hefdi vatnid flaett ur theim.
Saum svo hvar folkid i thorpinu faer vatn, thad tharf ad labba dagodan spotta fra heimilum sinum, nidur bratta brekku og svo upp hana aftur med foturnar a hausnum, oft eru litil born ad stroglast med fullar vatnsfotur. Storar fjolskyldur thurfa ad gera thetta oft a dag. Vatnid var hreint en ekki oruggt. Thess vegna er mikilvaegt fyrir folkid i thorpinu ad fa thessar vatnspipur, fa tha hreint og oruggt vatn. Frabaert framlag hja Janis og felugum. Stjornvoldin kaupa rorin a 25milljonir sillinga og thetta er sett saman ad mestu af sjalfbodalidum, strakarnir fa 200 sillinga a dag fyrir thessa pul vinnu, rosalega duglegir. Janis og co eru einnig bunir ad setja upp svona pipur i Suba lika, tetta er annar stadurinn, their fara thangad sem mesta naudsyn fyrir vatn er. Saum svo sannarlega hversu heppin vid erum ad hafa greidan adgang ad vatni. Tokum thvi kannski adeins of mikid sem sjalfsagdan hlut midad vid hvad madur spredar oft med thad.
Thridja daginn skrifudum vid report um dvol okkar a stadnum og settum einnig inn myndir fra vikunni. Janis var svo rosalega anaegdur med okkur. Forum svo ad kaupa prentara fyrir peninginn sem safnadist a Islandi. Janis og their sem vinna med honum halda stundum fyrirlestra og thurfa ad prenta ut stundum fyrir 10.000 sillinga. Thannig prentari var alveg tilvalinn. Konan sem afgreiddi okkur haekkadi verdid um 500 sillinga bara af thvi vid erum hvit. Sem betur fer var Janis buinn ad tekka a verdinu daginn adur thannig hun gat ekki svindlad a okkur, var eins og skitur. Endudum svo daginn a thvi ad tala vid 3 vaendiskonur sem vilja komast ur theim bransa. Thad tok daldid a, vilja alls ekki vera tharna en hafa samt ekkert val. Thaer eru tvaer sem eru 24.ara og ein sem er 30 ara. Vid erum ad spa i ad leggja sma startpening fyrir eina theirra sem var alveg rosalega sannfaerandi um ad komast ur thessum bransa adur en thetta skemmir hana alveg. Hun aetlar ad selja hrisgrjon. Einn poki kostar 5500sillinga og hun graedir 9000sillinga fyrir hann. Eftir 3 manudi vaeri hun komin med nogan pening til thess ad borga leiguna og kaupa mat og gera eitthvad skemmtilegt. Thad vaeri svo god tilfinning ef thetta myndi ganga upp. Janis aetlar ad hitta  hana einu sinni i viku, lata hana skrifa report handa mer, Eddu og Katrinu og senda okkur myndir. Tha sjaum vid hvernig allt gengur og ad hun se ekki bara ad nota peninginn i eitthvad kjaftaedi. Thetta er allavega ein hugmynd, erum ad spa i ad skella okkur i thetta.
Ad vera vaendiskona er allt annad en audvelt og langoftast ekkert val. Thaer eru oft misnotadar og svo labba gaurarnir oft ut an thess ad borga theim. Tha sitja thaer uppi med reikninginn af barnum og nanast engan pening. Thaer fa oft 200 sillinga fyrir 3 klst sem er alls enginn peningur. Stelpur byrja oft i bransanum 9 ara. Thad er svo hraedilegt. A Islandi eru 9 ara stelpur ad leika ser med dukkur. Onnur hugmynd okkar er ad leigja ibud fyrir utan Kisii fyrir um 15 stelpur sem eru ungar, koma theim uppur thessu med thvi ad kenna theim ad sauma og smatt og smatt geta thaer farid a goturnar ad selja eda i skola. Thetta heimili yrdi stadur fyrir thaer til ad odlast betra lif. Til thess ad koma thessu a laggirnar tharf pening og duglegt folk. Ef verdur ur thessu aetla eg ad leggja mitt af morkum til thess ad hjalpa.

Thessi dvol okkar var laerdomsrik og skemmtileg. Fjolskyldan var yndisleg. Litli strakurinn a heimilinu sem er 14 manada heitir Heimir eftir sjalfbodalida sem var thar i fyrra. Seinasta kvoldid tokum vid kakkalakka djok a alla fjolskylduna. Edda henti Johannesi Kara (dota kakkalakkinn minn) a alla og eg hljop a eftir henni ad taka upp video, haha thetta var adeins of gott. Thau oskrudu svo mikid og litla stelpan grenjadi a fullu. hahahah. Thegar vid vorum ad ferdast til Kisumu i gaer tha helt eg a tveggja ara strak alla leidina, gafum honum popp og nammi, hann var ekki ad hata thad. Alveg eins og kongur. Var ad hugsa um ad taka hann med mer og var meira ad segja buin ad plana hvernig eg aetladi ad hugsa um hann heima, svo fattadi eg ad thad myndi eiginlega ekki ganga upp ad raena greyid straknum. Kitlar samt rosalega i fingurnar ad aettleida.

I dag og i gaer la eg a sunlaugarbakkanum ad sleikja solina i svo mikilli sol og hita, svo gott! Gerum svo eitthvad skemmtilegt i kvold. Adan vorum vid Halldora ad labba, tha kom einn uturkokadur strakur, kalladi a eftir okkur og hljop, vid vorum svo hraeddar, byrjudum ad labba eins hratt og vid gatum, svo loksins for hann i burtu. Fyrsta skipti sem eg er svona rosalega hraedd herna, helt hann myndi stokkva a toskuna mina og raena henni.
A morgun tha forum vid til Ann Lauren a einskonar lokahof. Grill, fotbolti, raedur, leikir og fleira. Get eeeiginlega ekki bedid eftir ad hitta fjolskylduna aftur og saeta Elvis.

Enda thetta a sma stadreyndum, upplysingar sem eg hef aflad mer smatt og smatt i ferdinni.
- Megum ekki gefa gotustrakum pening thvi their nota hann i ad kaupa lim sem kostar adeins 5 sillinga, myndi aldrei hafa samvisku i thad ad vera skosmidurinn sem selur theim limid. Eigum ad gefa theim mat ef vid viljum gefa theim eitthvad.
- Eldingar drepa oft folk herna.
-Ann Lauren er buin ad virkja alla i kringum sig. Hjalpar fataeku folki, kemur vaendiskonum af gotunum, hjalpar ekkjunum, stofnadi Youthgroup sem gengur a milli skola med HIV fraedslu og svo eru adrir hopar sem gera eitthvad annad, tharf ad kynna mer thad betur. Thessi kona er gud af manni.
- Folkid herna hefur oft ekki efni a ad kaupa i matinn og thau hafa oft ahyggjur af thvi hvort thad geti gefid fjolskyldu sinni og bornum ad borda daginn eftir a medan vid eigum nog af mat og erum alltaf ad narta i eitthvad.
- Fiskimenn og vorubilstjorar eru oftast vidskiptavinir vaendiskvenna.
-Fekk bonord fra annars frekar rugludum manni
-annar madur bad mig um ad bera barnid sitt.. klikkad lid herna
- Kennarar dobbla stelpur ad saekja vatn fyrir sig, thaer gera thad thvi thaer fa tha oft sma vatn i stadinn, svo taka kennararnir stelpurnar, naudga theim og thaer verda olettar. Frekar hart.
-Finnst yndislegt hvad thad tharf litid til thess ad gledja bornin herna, thurfum rett svo ad vinka theim og tha verda thau otrulega glod, hlaupa hlaejandi i burtu.
-stelpurnar herna eru um 5 ara thegar thaer byrja ad passa systkini sin og um 10 ara eru thaer farnar ad sja um heimilid, svo rosalega frabrugdid Islandi. Finnst bornin herna ekki fa ad njota sin ad vera born, eru alltaf ad vinna og eiga varla nein leikfong.
- Eftir thessa dvol mina i Afriku og Indlandi, tha se eg nyja syn a lifinu og er farin ad meta allt betur sem eg a, alveg satt.
-Strakarnir sem eru a gotunum ad sniffa lim velja oft sjalfir ad fara thangad vegna thess ad their eru othekkir.
-malbikid bradnar herna vegna hitans.
-Faum oft samviskubit ad vera ad versla i supermarkadinum, eitthvad nammi og svona, med folkid ofani okkur sem vid dveljum hja, thau eiga ekki mikinn pening.
- Erum flest i thessari ferd med augun opin fyrir einhverjum til thess ad styrkja eda reyna ad finna eitthvad sem vid getum hjalpad til med.

Jaeja thetta er komid gott. Eg vona ad thetta blogg se gott, eg gerdi thad i miklum flyti med mikid af masandi folki i kringum mig.  Vil comment. Og thid sem viljid og getid, getid farid a Facebook hja mer og sed nokkrar myndir fra ferdinni, var ad setja inn nokkrar nuna.

-HerdisSaturday, February 19, 2011

Korando 14.-18.februar

Komidi oll blessud og sael.

Nu er eg stodd i Kisumu med ollum hopnum eftir adeins of goda viku. Dvaldi a heimili Ann Lauren asamt Agnesi og Horpu. Gerdum margt rosalega skemmtilegt og einnig ymislegt sem er mjog fraedandi.

14.februar.
Byrjudum a supermarkadi til thess ad kaupa plaststola a heimilid fyrir peninginn sem safnadist a Islandi. Fengum rosalega godar mottokur thegar til Korando var komid. Ekkjurnar sem eiga heima allt i kringum husid hennar Ann Lauren toku a moti okkur med rosalegum latum, songur, dans og ajajajaaaajajaja. Thvilikt gol, haha! Naestu klst foru i thad ad kynna okkur og kynnast odru folki, kynntumst ekkjunum, Youthgroup medlimum og Patrick, kennaranum asamt krokkunum i skolanum sem voru audvitad alltof falleg og saet.
Ann Lauren sagdi okkur svo sma um krakkana og syndi okkur myndir. Seinnipartinn gerdum vid eitt mjog magnad. Thid truid thvi kannski ekki en vid sottum vatn i vatnsbrunn, hifdum thad lengst upp ur jordinni og barum svo foturnar a hausnum til baka, ja a hausnum. Erum alveg ad detta inn i menninguna herna. Eg slapp ad mestu vid thad ad hella yfir mig annad en stelpurnar, thaer toku sturtu, vaegt til orda tekid.. loosers ;)

Heimilid hennar Ann Lauren er svo rosalega hlylegt og flott, gott ad vera thar. Fundum thad thegar vid komum hvad vid vorum velkomin. Ekkert rafmagn er thar svo vasaljosin komu ad godum notum. Hun a 6 born sjalf, yngsti er 16 ara og fatladur. Hann faeddist heilbrigdur en fekk malariu 3.manada gamall og vard thvi fatladur. I hvert skipti sem hann faer malariu nu til dags verdur og sjukdomurinn verri og verri. Thannig virkar thad hja ollum. Einnig hefur Ann Lauren tekid ad ser 3 born, Elvis, Brandy og Mary. Fra 10.-14 ara heeeld eg. Thau eru svo skemmtileg og vid attum margar godar stundir med theim. Elvis er um 10 ara gamall, hann smitadist af HIV fra mommu sinni thegar hann faeddist. Hann tekur lyf a hverjum degi til thess ad halda sjukdomnum i skefjum. Elvis veit ekki af thvi ad hann se med HIV, hann fer bradum a fundi med odrum smitudum krokkum thar sem theim verdur smatt og smatt sagt hvernig sjukdom thau eru med, tha hafa thau hvort annad. Hann heldur ad hann se ad taka vitamin. Ann Lauren tok hann ad ser fyrir 2 arum, tha var hann rosalega nalaegt thvi ad deyja, laeknarnir sogdu ad thad vaeri engin von fyrir hann, baedi utaf HIV og hungri. Ann Lauren er svo sterk og akvedin kona ad hun aetladi ad koma honum fra thessu sem henni tokst. I dag er hann lifsgladur strakur sem eg elska rosalega mikid, hann tok astfostri vid mig, var med honum alla daga, sofnadi i fanginu minu eitt kvoldid og vildi alltaf vera med okkur ad leika, yndislegur!
Ann Lauren er yndisleg manneskja i alla stadi og vill allt fyrir okkur gera. Gott daemi um thad er thegar hun hljop um allt hus fyrir mig til thess ad drepa kakkalakka, hehe nei sma djok. Samt ekki djok.

15.februar.
Byrjudum daginn a heitri sturtu i fyrsta skipti sidan a Islandi. Eda rettara sagt, helltum yfir okkur vatni i fotu sem var heitt. Forum i skolann sem er stadsettur vid hlidina husinu hennar Ann Lauren, kenndum krokkunum likamspartana sem thau teiknudu svo upp. Krakkarnir eru fra 1,5 ara til 6 ara. Thannig ad thetta er lika leikskoli. Thad var mjog gaman ad kenna theim enda duglegir og efnilegir krakkar. Forum svo ut i leiki og gafum theim penna og sleikjo, voru svo glod.
Eg tok eftir fataektinni thegar eg leit a sum bornin, morg i rifnum, skitugum fotum. Einn strakurinn var alltaf i svo storum buxum ad thaer laku nidur um hann, Harpa gaf honum borda og batt buxurnar, mun skarra. Einnig eru sumar stelpurnar sem vid hittum i pasu fra skola vegna peningaskorts sem er audvitad frekar slaemt.
Reyndum svo ad hjalpa ekkjunum vid eldamennsku, eldudum ugali og litla fiska.
Seinnipartinn tokum vid gongutur ad Viktoriuvatni med strakum ur Youthgroup, Joseph, George og Patrick, Elvis kom einnig med. Mjog flott ad sja vatnid, mjog stort.
Um kvoldid hjalpudum vid til i eldhusinu og forum svo ad dansa vid krakkana a heimilinu sem theim fannst alveg rosalega gaman.

16.februar.
Thennan dag heimsottum vid ekkjur sem eru med HIV. Thaer misstu menn sina ur HIV. Thaer sogdu okkur sma hluta af sogum sinum. Thaer eru margar hverjar frekar fataekar, ekkert i husunum og thau eru sum naestum ad hruni komin.
Thessar konur thordu ad fara i HIV tekk annad en margir adrir og takast a vid sjukdominn. Folk herna thorir ekki i tekk a haettu vid ad vera daemd af samfelaginu. Thau gaetu svo mikid frekar fengid lyf fritt fra samfelaginu og lifad 90% edlilegu lifi.
Heldum svo i skola med bornum fra 7-16 ara. Heldum sma raedur i atta bekkjum. Kynntum okkur, aldur, ahugamal, toludum um Island o.fl. Thurftum ad hvetja thau afram i lifinu og ad vera i skola. Vid saum ad thau nutu thess ad hafa okkur og eg vona ad thau standi sig, vorum held eg hvetjandi.
Naest tok Ann Lauren okkur til ekkju sem er saumakona, hun tok mal af okkur fyrir afrisku dressi sem thaer akvadu ad gefa okkur allar saman.
Seinnipartinn for eg i fotbolta vid Jeff son Ann, Ray, Elvis og odrum strak. Mitt lid vann audvitad bada leikina, jaja. Heldum svo i leiki med krokkunum a heimilinu og odrum i hverfinu. Boltaleikir og snu-snu. Thau bjuggu til fotbolta ur plastpokum, bondum og svampi og snu-snu bandid var greinar af blomum bundin saman. Hrikalega frumleg born.
Um kvoldid tokum vid gott spjall vid Ann Lauren og Jeff og litli saeti Elvis kurdi i fanginu minu, svo saetur.

17.februar.
Byrjudum daginn a horku. Thrifum eflaust allt leirtau sem til var i husinu. Voskudum upp uti i miklum hita. Thau nota sapu og reipi til ad skrubba. Agaet erfidisvinna.
Naest forum vid i handavinnu. Tokum gott session i ad bua til teppi. Gerdum thad med spytum sem buid var ad negla nagla i og svo thraeddum vid bandid a milli naglanna. Gekk nu bara fjandi vel. Fylgdumst svo med ekkjunum bua til sapur. Thad er brennandi efni sem fer i sapurnar sem vid mattum ekki snerta. Ein sapa kostar 100 sillinga.
Lekum svo vid skolakrakkana, Hoki Poki o.fl.
Seinnipartinn forum vid a HIV fund med Youthgroup hopnum. Vorum oll i rosa flottum, gulum bolum sem stod eitthvad notid smokk til ad fordast HIV.  Forum med 6 strakum en thau eru 60 i allt.
Forum i Secondary School (14-17 ara). Thad var gaman ad hlusta a fraedsluna og audvitad sma fraedandi, vissi samt margt af thessu. Sogdum svo krokkunum fra HIV a Islandi sem er litid sem ekkert. Thau voru rosalega hissa. Agnes sa algjorlega um ad tala og fraeda thau.

Sma um HIV.
- Ef manneskju er naudgad getur hun leitad til laeknis innan 72.klst til thess ad fa eitthvad motefni adur en virusinn naer 100% tokum a likamanum.
- Jakvaett smitud kona sem a von a barni getur fengid einhverskonar lyf til thess ad barnid geti att moguleika a ad vera neikvaett smitad.
- HIV tidnin i Kenya er 7,5%
- HIV tidnin i Kisumu er 25%. Thannig ef eg tek i hondina a 4 manneskjum er ein theirra med HIV. Rosalegar tolur.
- HIV smitast i gegnum ovarid kynlif.
- HIV smitast i gegnum slimhud, t.d. munnangur i munnangur.
- Sumir herna ganga a milli folks og smitar thad viljandi.
- Eins og eg sagdi framar ad tha thora svo fair ad fara i tekk herna vegna thess ad their thora ekki ad heyra sannleikann, folk er hraett um ad vera daemt.
- Smitad folk getur fengi lyf fra samfelaginu til thess ad halda sjukdomnum i skefjum, verdur ad taka thad a hverjum degi.
- God astaeda fyrir thvi ad tidnin herna i Afriku er m.a. su ad sumir menn eiga 1-5 konur.

Eftir fundinn var haldid heim a leid, sottum aftur vatn og barum a hausnum, hjalpudum svo til i eldhusinu og lekum vid krakkana. Um kvoldid komu svo brjaladar thrumur og eldingar og klikkadasta rigning sem eg hef sed a aevinni.

18.februar.
Sottum afriska dressid okkar sem er mjog flott en bara ekki eg. Appelsinugulur kjoll.
Forum svo a einhvern fund sem okkur var bodid a sem heidursgestir. Var verid ad vigja merkilegt hus tharna. Vid vorum alls ekki ad nenna thvi, vildum frekar vera heima og eyda seinustu timunum med krokkunum, en vid forum samt. Atti ad byrja kl 14 en vid bidum a stadnum til kl 17;30 og tha hofst fundurinn loksins. Thad er haett ad vera fyndid hvad folk er seint i thessu landi, thad er ekkert til sem heitir timi. Allavega, thetta var thad leidinlegasta sem eg hef gert i ferdinni.
Forum heim eftir thetta um 19;00, thurftum ad flyta okkur ad pakka nidur og kvedja krakkana og folkid. Var med tarin i augunum, en vid hittum thau aftur thann 27.februar, forum oll til Ann Lauren i kvoldmat. Thad gladdi okkur mjog.
Sam sotti okkur og skutladi okkur upp a hotel ad hitta hina krakkana i hopnum, thar skiptumst vid a sogum og myndum og heldum svo ad sofa.

I dag tha heimsottum vid ommu Barack Obama, eg verd ad vidurkenna ad mer fannst thad ekki mjog merkilegt en samt gaman ad geta sagst hafa farid. Keyrdum i Matatu i rumlega klst. A leidinni til baka tha biladi billinn feitt og komst ekki i gang. Thurfti ad yta honum i gang, tok 40 min. Var frekar fyndid, billinn var lika ad detta i sundur.
Aetlum ut ad borda i kvold svo verdur restin ad koma i ljos.

Eins og thid sjaid tha hef eg thad mjog gott herna uti, langar helst ekki heim, svo alltof litid eftir. Verd bara ad njota seinustu dagana herna. Thad ma segja ad eg se med kroniska drullu a likamanum. Thad er alveg sama thott eg fari i sturtu eda hversu oft eg fer i sturtu, eg er ALLTAF skitug, haha otrulegt. Verdur svo mikil vidbrigdi ad koma heim i hreint loft, kulda, mommumat, heita sturtu, klosett, rum med saeng, flatskjainn, tolvuna og fleira og fleira. Verd samt ad vidurkenna ad eg er svo fegin ad eiga heima a Islandi, eda ad hafa faedst thar, hofum thad svo allt, allt, alltof gott midad vid folkid herna. Finnst agaett ad lata thad fylgja her.

Aetla ad segja thetta gott, bid ad heilsa. Er svo til i comment fra ykkur ollum.

-Herdis.

p.s. Saethor og Bjartey, hvenaer faridi aftur ut? ;)Sunday, February 13, 2011

Fri helgin okkar i Kisumu

Langar ad henda inn sma faerslu fra helginni okkar, semsagt af deginum i gaer og thad sem komid er af deginum i dag.
 
12.februar
Vid stelpurnar skelltum okkur i sund kl 10 um morgun i 3 klst, gott ad hafa sma girltime. Hentumst svo i mollid til thess ad blogga og svoleidis.
Klukkan 16 var stund sem eg var buin ad bida eftir lengi, fotbolti. Eg var rosalega tilbuin i thetta og flest allt lidid. Kepptum a moti um 15-16 ara strakum, sumir litlir og sumir storir. Vorum bara med 9 manna lid svo vid keyptum tvo raandyra Kenyska straka, einn markmann og einn striker, sem var reyndar ut um allt. Vorum eins og halfvitar, buin ad mala a okkur stridslinur med eyeliner, hehe.
Leikurinn var mjog spennandi, 2x20 min. Thad gerdist vodalega litid i fyrri halfleik og stadan var 0-0 en sa seinni var allt annar. Komumst i svakalega sokn, eg, Ingvar og Arni komumst inn fyrir vornina, Ingvar sendi snilldarlega a Arna og hann kludradi skotinu, haldidi ekki ad kellan hafi bara reddad malunum. Setti boltann alveg snilldarlega i netid og fagnadi svo med stael.. jaja!
Ingvar setti svo gott mark rett a eftir mer, og Kenyski strikerinn okkar setti svo seinustu 2. Leikurinn endadi 4-3 fyrir okkur, nenni ekkert ad segja fra morkum andstaedinganna sko ;)
eg datt nokkud oft a hausinn, bara eins og eg er, endadi med allavega 3 sar bara a haegri hlid likamans, nokkrir godir marblettir lika. Lalli fekk risasar a hned og Edda flaug a hausinn thegar hun hljop yfir naeststaersta fjall Kenya sem var ju stadsett inn a fotboltavellinum. Mjog fyndid, hun bara hvarf og allir a hlidarlinunni lagu og grenjudu ur hlatri, hahaha!!!
Planid er ad fara i fotbolta vid strakana einu sinni enn adur en vid forum til Islands, thetta var svo of gaman, thad fannst okkur ollum.
Thetta lid hja strakunum er buid ad vera til i eitt og halft ar, koma allir fra sitthvorum stadnum, tha meina eg ad sumir eiga enga foreldra en sumir eiga foreldra, their hittast tha alltaf a thessum fotboltavelli a hverjum degi og aefa, tha hafa their alltaf eitthvad til thess ad hlakka til sem er bara frabaert ;)
Thess ma geta ad vollurinn er alveg eins og fotboltavellirnir i afriskum biomyndum, thakinn mol og markid var sula. Endudum oll druuuulluskitug fra tam og upp i haus eftir leikinn, sast ekkert a svertingjunum ad their vaeru skitugir, hehe! Ekki illa meint.
Um kvoldid foru Ann Lauren og George med okkur a hatid sem kallast Kenya Live, thad eru semsagt riiisastorir tonleikar, minnti mig rosalega a thjodhatid, 15.000 manns saman komin til thess ad sitja/standa i grasinu, syngja, dansa og skemmta ser. Fengum ad fara inn a VIP svaedid sem eflaust morgum Afrikubuum dreymir um og saum alla sem komu fram a svidinu.Thvi midur thekktum vid engan, en thad var mjog gaman ad sja thetta. Afrisku strakarnir thyrptust audvitad ad okkur stelpunum og jafnvel strakunum lika, ekkert hlustad a thad ad vid aettum kaerasta, neinei, algjor otharfi! Eg er samt ad aefa mig i thessum afriska dansi, held eg geti haldid namskeid thegar eg kem heim i indverskum mjadmadonsum og afriskum rassadonsum. Hehe.
Thessi dagur var snilld i alla stadi og allir foru sattir ad sofa.

13.februar.
Voknudum fyrir 9 i morgun til thess ad fara i kirkju, geri thad ekki einu sinni a Islandi. En thetta var Gospel kirkja og okkur langadi ad sja hvernig thad fer fram. Fyrst voru predikanir og svo steig korinn a svid og song og song, allir kloppudu og stodu og lifdu sig inn i thetta, fannst mjog gaman ad sja thetta! Vid voktum vist lika athygli tharna fyrir ad vera hvit, en Lalli for upp til prestsins og thurfti ad segja hvadan vid erum og hvad vid erum ad gera herna og allir kloppudu og sogdu Amen, hehe thetta var gaman!
Forum svo nidur i bae aftana motorhjolum, keyptum okkur oll kenyska landslidstreyjuna, forum svo i piknik i gardi nidri midbae. Bordudum nesti og spjolludum. A medan vid vorum tharna myndadist hringur i kringum okkur af limstrakum sem voru i rifnum fotum ad sniffa og bida eftir ad vid myndum gefa theim eitthvad. Okkur leist ekki a thetta og akvadum ad labba i burtu, skildum ruslapoka eftir og vid vorum ekki stadin upp thegar strakarnir redust a pokann og foru svo i slag um hann, spa i thessu! Mer finnst thetta hraedilegt..
Leigdum okkur reidhjol a leidinni til baka og nu sitjum vid i tolvu. I kvold aetlum vid ad borda herna i mollinu og fara svo i bio, sounds like a plaaan ;)

I fyrramalid holdum vid svo i ny verkefni, fra manudegi-fostudags en tha hittumst vid oll aftur i Kisumu. A morgun fer eg til Korando til Ann Lauren asamt Agnesi og Horpu. Thar faum vid HIV fraedslu, forum ad kenna i skolum, hlustum a sogur vaendiskvenna o.fl, thannig naestu dagar verda mjog frodlegir.
Naestu helgi er svo buid a plana siglingu a Viktoriuvatni og heimsaekja ommu Barack Obama.


Landslagid herna er rosalega flott, serstaklega thegar vid erum upp i sveit i verkefnum, svo graent gras, fullt af trjam og allt mjog fallegt. Finnst serstaklega fallegt ad horfa a solina setjast.
Mer finnst maturinn herna rosalega godur, fyla hann alveg, og 1000 sinnum betri en i Indlandi. Kjot, ugali, kel sem er graenmeti, hrisgrjon med medlaeti og kartoflurnar her eru eitthvad odruvisi en a Islandi, skil ekki af hverju eg borda thaer ;)

Aetla ad segja thetta gott nuna, er ad fara ad gera heidarlega tilraun til thess ad setja faeinar myndir inn a facebook, fylgist med thvi! Tolvan herna er bara svo pirrandi, alltaf ad detta ut og svona! Og munid svo ad commenta ;)
Thid getid einnig kikt a bloggin hja vinkonum minum ur ferdinni ef thid viljid;
www.halldoragudjons.blogspot.com
www.harpaberg.blogspot.com

-Herdis

Saturday, February 12, 2011

Kisumu og Migori. 5.-12.februar.

Hae hae.
Vil byrja a thvi ad thakka Julla fyrir greinina um ferdina a www.eyjafrettir.is. Gaman ad skoda hana ;)
Vil einnig thakka ykkur fyrir sem hafid skrifad comment a bloggin min, eg veit ad thad eru margir ad fylgjast med mer en eg veit ekki alveg hverjir svo eg vaeri vodalega thakklat ef thid myndud nenna ad skilja eftir faeinar linur handa mer i comment.


Eg er buin ad hafa thad olysanlega gott seinustu daga, allt hefur verid frabaert.

5.og 6.februar.
5.februar atti ein stelpan ur hopnum, Agnes, 21.ars afmaeli. Vid akvadum ad gera henni gladan dag og forum i sund i 4 klst, bordudum ananas, drukkum gos og nutum lifsins.
Vid nadum svo ad panta handa henni koku i leyni ur bakarii herna rett hja okkur og letum skrifa afmaeliskvedju a hana a Kiswahili. Foldum okkur og stukkum fram og oskrudum surprise thegar vid hittum hana a hotelinu. Hun var svo glod og henni bra svo ad hun taradist, haha! Atum svo kokuna med bestu lyst.
Ann Lauren, George og Raggi komu til okkar a hotelid, vid spjolludum og fengum okkur bjor, heldum svo a bar i tilefni afmaelisins! Vorum oll buin ad buast vid unglingum og diskoi, en tharna var medalaldurinn 50 ara og tonlistin ekki vid okkar haefi, allir donsudu med rassana ut i loftid, bokstaflega og brjostin fram. Thetta var adeins of fyndid, en mjog gaman! Eg reyndi ad dansa eins og islenskt folk dansar en thad gekk erfidlega med thessa tonlist, fannst langskemmtilegast ad horfa a hina dansa rassadans ;)

6.februar vorum vid i slokun ad bua okkur undir komandi viku. Forum a fund med adstandendum verkefna okkar i Kenya. Fengum ad kynnast baedi folkinu og verkefnunum adeins. Eg fer til Migori, Korando, Suba og Nakuru. List rosalega vel a allt saman. Merkilegt samt hvad allir eru seinir herna, vorum buin ad plana fund kl 14;00 en hann var kl 18;00, tha var folkid ad maeta, en vid buin ad bida allan daginn. En thad var allt i lagi thvi vid fengum pizzu i kvoldmat, hehe.

7.-10.februar. Migori.
Ferdudumst i Matatu til Migori, eg, Arni, Agnes og Fred sem er studningsbarn Ragga. Hann var semsagt ad fara ad heimsaekja vini ad mer skilst i Migori. Ferdin var long, throng og sveitt. Thetta var 16 manna bill en gaurarnir trodu i hann thangad til hann vard yfirfullur, endudum 21 thegar mest var. Sumir satu a spytum, ekki alveg edlilegt. Komum a afangastad um 19:00.
Bjuggum a heimili stelpu og straks sem heita Beryl 25 ara og Soas 21.ars. Thau erfdu husid og skolann vid hlidina husinu af mommu sinni, hun do fyrir rumlega 2.arum. A heimilinu bjo einnig kona ad nafni Lilyane sem kennir i skolanum asamt bornunum sinum thremur, Blessing, 3.manada, Jerry, 2,5 ara og Zena 5 ara. Thau fluttu til Beryl og Soas thegar madur Lilyne do fyrir 7 manudum.
Thegar vid komum a afangastad unnum vid i sjoppunni theirra sem er i gardinum theirra, mjog olik sjoppum sem vid erum von, allt mjog odyrt og litid til, en thetta var staersta sjoppan i thorpinu og flestir versludu thar sem er ju bara gott mal. Thad gekk vel ad vinna, ordid mjoog dimmt og vid vorum med kertaljos, rosa kosy. Svafum 3 i einu rumi undir moskitoneti, mjog throngt svo ekki se meira sagt.

8.februar voknudum vid 06;30 og forum ad vinna i gardinum theirra. Reyttum arfa og fluttum svo vatn fra vatnsbrunninum theirra og vokvudum gardinn.
Thau eiga semsagt vatnsbrunn i gardinum thar sem allir sem vilja geta keypt vatn, pabbi Beryl og Soas boradi fyrir brunninum og fann hann.
Forum svo um hadegid nidur i bae med 6000 sirlinga sem eru 9000 isl kronur. Thetta er peningur sem safnadist a Islandi fyrir raekjusolu og kokubasar. Vid keyptum risastoran poka af maisbaunum, fullt af kjoti, baunir, hrisgrjon, kex, djus, sippuband og bolta. Forum svo med dotid i skolann til krakkanna, thau toku a moti okkur med flottum song og dansi! Tokum svo undir med theim ;) Svo kynntum vid okkur og kennararnir lika.
Eftir thad kom Fred til okkar og Agnes og Arni kenndi okkur badum eitt spil sem vid sokkudum baedi i, rosalega vard eg pirrud, haha. Sidan var thad bara spjall og svo forum vid aftur nidur i bae a netkaffi, settumst svo nidur a veitingastad med gos og franskar, heldum aftur heim og forum aftur ad spila.
Thad var svo rosalega dimmt a thessum stad og vid notudum vasaljosin okkar mikid. Thau nota genarator sem thau hella bensini a til thess ad fa rafmagn, gera thad samt ekki a hverjum degi, og thegar thad er gert eru thad um 2-3 klst. Rosalega frabrugdid Islandi.

9.februar.
Thennan dag var okkur hent ut i djupu laugina. Neinei eg segi svona. Vid vorum latin kenna krokkunum i skolunum. Skiptumst nidur i 3 bekki. Eg var med krakka fra 9-12 ara held eg. Var ad kenna theim science a ensku, segja theim hversu mikilvaegt thad er ad thvo ser, alla likamspartana og thannig. Eg vidurkenni ad eg fann fyrir sma stressi fyrst en svo lagadist thad. Vorum med baekur fra skolanum og eg var daldid hraedd um ad rugla systeminu hja kennurunum, en eg nadi ad klora mig agaetlega ut ur thessu. Skrifadi  nokkrar glosur upp a toflu og svo gerdu thau verkefni. Voru rosalega dugleg og skrifudu vel. 
Kennarinn theirra er 18 ara stelpa sem spurdi mig margra asnalegra spurninga um Island sem hun kalladi  "the other end". Svo spurdi hun mig lika hvort eg vildi frekar vera svort eda hvit, rosalegar paelingar i gangi. Eg sagdi bara ad eg vaeri anaegd ad hafa faedst hvit en ef eg hefdi faedst svort tha vaeri eg lika anaegd ;)
Svo skiptum vid um bekki og eg for ad kenna 5-7 ara bornum sem voru rosalegar dullur, science. Endudum thetta svo a leikjum, kenndum theim einnig nokkur log, hlupum svo um allt eftir boltum.
Eftir thessa skemmtilegu klukkustundir forum vid heim i sturtu, semsagt helltum yfir okkur iiiiiskoldu vatni, thad var samt svoo gott. Vid forum svo thrju asamt Beryl og Soas ut ad borda i baenum, kjukling og franskar, spjolludum mikid og attum goda stund.

10.februar.
Mjog godur dagur. Byrjudum a thvi ad bua til mursteina, rosalega frodlegt ad sja hvernig thad er gert. Semsagt mold og vatni blandad saman, thjoppudum svo drullunni med loppunum og skoflu. Vorum ekki ad hata thad ad vada drulluna, og vera svo drulluskitug eftir thad, vid Agnes vorum lika svoldid i thvi ad klina mold a hvor adra.
Vid settum drulluna i spytur sem voru motadar eins og mursteinar, settum thad svo a jordina og losudum drulluna ur motinu. Thannig thurfti thad ad liggja allan daginn undir heyi. Sidan thegar their eru ordnir thurrir eru their brenndir svo their fai flottan lit og hardni alveg. Vorum svo med drulluna a okkur alveg thangad til vid komumst aftur til Kisumu, hehe. Frekar erfitt ad na henni af.
Svo forum vid ad skoda svefnstadinn hja bornunum 20 sem Beryl og fjolskylda ser um, thau bua hja vinkonu Beryl sem lagdi allt husid sitt undir fyrir thau. Seinna um daginn forum vid svo ad skoda grodurhus.Helt vid vaerum ad fara ad grodursetja og var ordin spennt fyrir thvi en svo var ekki.
Thegar heim var komid logdumst vid Agnes ut i gard med teppi og forum ad naglalakka Jerry og Zenu, og forum svo ad lesa. Hittum Fred, spjolludum og forum ad snua mursteinunum.
Eg og Agnes hjalpudum svo Lilyan i eldhusinu og skraeludum margar kartoflur med lelegum hnifum i myrkri, var frekar gaman. Bordudum svo godar kartoflur, ja mamma, eg bordadi kartoflur!

-thau selja einn murstein a 5 sirlinga
-thau graeda um 100 sirlinga a dag fyrir vatnid
-thad kostar um 100 sirlinga a dag ad vera med generator.
-klosettid hja theim er mjo hola sem erfitt er ad hitta ofani, hun er taemd 1 sinni a tveggja ara fresti. Thad var hraedileg lykt tharna
-margir kakkalakkar og kongulaer fara a stja a kvoldin og Beryl fer ekki einu sinni a klosettid, hehe. Enda eru hun algjor gella.

Vid erum rosalega anaegd med dvol okkar tharna, thad var erfitt ad kvedja thau en vid hittum Beryl og Fred aftur i Nairobi.
I gaer var ferdadagur til Kisumu ad hitta krakkana, sveitt ferd. Saum bilslys a leidinni, bill sem valt, tvaer manneskjur stukku ut ur bilnum eftir veltuna og hlupust a brott med byssur.
Hopurinn for ad chilla og skiptast a sogum. Endadi svo a thvi ad handthvo, vij, er ordin rosalega god i thvi :D

I morgun forum vid i sund og erum svo ad fara i fotbolta nuna kl 16 vid Afrikubua skilst mer, er ordin rosalega spennt. Svo i kvold forum vid held eg a sma ball eda tonleika.

Eg bid ad heilsa ollum heima, lidur mjog vel herna. Er svo til i fleiri comment.

Kvedja fra Afriku
Herdis :)


Friday, February 4, 2011

Seinustu dagarnir a Indlandi og fyrstu dagarnir i Afriku :)

Komidi blessud og sael,
Er komin til Kenya og er nu stodd i Kisumu sem er stor borg herna. Mer til mikillar anaegju fann eg netkaffi og thvi aetla eg ad klara ad deila med ykkur seinustu dogunum a Indlandi og ferdalaginu hingad :) enjoy

30.januar. Kvedjustund-Chennai
Jaeja, aetla ad halda afram thar sem eg haetti i seinustu faerslu.
Thennan dag kvoddum vid Salem med miklum soknudi, knusudum allar stelpurnar 25, ommuna, Sumathi og Jeeva, ekki annad haegt!
Vid ferdudumst i lest i 6 klst fra Salem til Chennai og a medan a ferdalaginu stod var eg rosalega ad velta thvi fyrir mer hvad eg get gert thegar eg kem heim til thess ad hjalpa folkinu herna. Langar liggur vid ad flytja hingad bara og eiga allar thessar stelpur med Sumathi og Rexline eda aettleida. Veit ekki hvad skal gera!
Allavega.. Fengum nett sjokk thegar vid komum a lestarstodina i Salem, midarnir okkar voru semsagt skradir 31.januar en ekki 30.januar. John vinur okkar hefur ekki alveg verid ad hugsa thegar hann pantadi midana. Fengum med naumindum ad komast med, annars hefdum vid thurft ad taka Bus og deyja ur hita og flauti! Thurftum ad borga 415 rupiur i refsiskyni sem er meira heldur en midinn kostadi adur fyrir okkur oll, litid haegt ad gera i thvi!
Annars tha var ferdin mjog fin, Lalli, Halldora og eg vorum i nettu spjalli bara, skrifudum i dagbok og monsudum. 6 klst ferdalag er ordid svo stuttur timi fyrir okkur herna, ordin alltof von :) spa i ad skella mer til Akureyrar thegar eg kem heim, eeeekkert mal ad sitja nokkrar klst i rutu!

Thad var rosalega gaman ad hitta krakkana aftur eins og alltaf, pontudum okkur DOMINOS OJAA! Forum svo bara i chillid og gongu, forum einnig a boozt bar og eg fekk mer svo godan jardarberja og banana hristing sko, vaaa alltof gott.
Eg og Halldora endudum kvoldid a ad leita af lus i hvor annarri vegna thess ad stelpurnar a heimilinu voru med,, ja tho nokkrar! Sem betur fer fannst engin :)

31.januar-1.februar.
Mjog godir dagar. Thann fyrri forum vid i dyragard, keyrdum godan spotta. Bjuggumst reyndar vid adeins betri gardi, annadhvort voru dyrin i felum eda thau voru alltof langt i burtu! Saum reyndar eiturslongur sem var frekar nett, ekki fallegustu dyr sem eg hef sed.
Naest a dagskra var Museum Park sem er blanda af vatnagardi og tivolii.Vid fyrstu syn leit hann ekki rosalega vel ut, var eiginlega enginn i gardinum og storu russibanarnir sem vid saum voru lokadir fra 14-17 og vid maettum kl 14. Gerdum bara gott ur thessu og profudum litlu taekin, bordudum FRANSKAR og forum i sund! Snillingurinn eg skar mig i fyrstu ferd i geggjadri rennibraut, skar mig a haelnum og olnboganum. Eg for upp ur og aetladi adra ferd en tha komu 3 gaurar til min og drogu mig i eitthvad sjukratjald thar sem sarin voru sotthreinsud. Ma segja ad haellinn hafi opnast vel og thad blaeddi slatta. Leid samt eins og eg hafi misst handlegg thegar gaurarnir komu sko, hehe! Svo var mer bannad ad fara ofani laug aftur :( "you rest now". for bara i solbad.
A slaginu 17 forum vid i 2 stora russibana, thvilikt ogedslega geggjad hrikalega gaman, va elska russibana! Um kvoldid vorum vid buin ad panta VIP herbergi a matsolustad thar sem vid bordudum og vorum med einkathjona, bara fancy a thvi. Stelpurnar i sari og strakarnir i pilsum, roslaega toff hehe. Gripum e-rjar konur a ganginum a hotelinu til thess ad hjalpa okkur ad klaeda okkur vegna thess ad vid gatum thad alveg omogulega sjalfar! Attum goda stund saman a thessum stad.
Eftir matinn reyndum vid ad starta sma partyi uppi a hotelherbergi en thad klikkadi eins og svo oft adur vegna threytu thannig vid forum ad sofa, hehe erum alveg otruleg! Aetlum ad taka gott session herna i Kenya!

Daginn eftir forum vid i moll. Eina aetlun min var ad komast a netkaffi en netid var bilad. Eg rafadi bara eitthvad um og keypti 3 boli. Aetladi lika ad borda en fann ekkert gott nema Subway en eg thordi ekki ad borda graenmetid, at bara nammi og snakk eins og svo oft adur herna!
Um kvoldid var thad matarbod hja John og hans fjolskyldu, alveg rosalega godur matur. Nudlur, kjulli, saabati o.fl. Fengum svo bjor i eftirrett. A stadnum var Michael brodir mommu Johns, en hann startadi thessum samtokum skilst mer og vinnur med Kjartani og John ad skipuleggja ferdir okkar herna uti.
Endudum kvoldid a bio, Green Hornet 3D. Eg og Edda tokum godan 30 min lur yfir myndinni. Madur verdur svo rosalega threyttur herna uti, otrulegt. Get sofnad hvar og hvanaer sem er nanast. I bioinum var mest fancy klosett sem eg hef sed a aevinni, prinsessuspeglar og stolar utum allt, vaskur + handthurrkur fyrir hvert klosett og TV a hverju klosetti, haha aldrei sed annad eins.
Thegar heim var komid foru krakkarnir inn i eitt herbergid ad spjalla en eg ad sofa, felagsskitur ja!

2.og 3.februar.
Thessir dagar foru bara i thad ad ferdast, svosem ekki fra miklu ad segja nema allt gekk vel. Flug fra Chennai til Bombay i 2 klst, bid i 4 klst a flugvelli, flug til Nairobi kl 3 um nott og lent um 7 um morgun, tok um 6 klst. Thegar ut var komid i Nairobi fundum vid svo gott og ferskt loft annad en i Indlandi og heyrdum ekkert flaut, very nice :)
naest var TukTuk i klst og bida a rutustod i eina og halfa klst og svo ruta i 8 klst til Kisumu. Thannig thegar upp var stadid tok thetta um 30 klst, svaf i ca 3 klst og bordadi ekkert nema nammi i rumlega solarhring ad deyja ur ogledi og fjori. Thad voru allir svo oturlega threyttir, svangir og pirradir, alveg i ruglinu. En thad var rosalega gott ad komast a afangastad. Erum a finu hoteli, verdum alltaf a thvi a milli verkefna.


Ann Lauren er adal tengilidur okkar her i Kenya, islenskur madur ad nafninu Raggi vinnur med henni, thau eru ad sja um okkur herna i Kisumu og syna okkur stadinn og segja fra.
I dag forum vid i skodunarferd i midbaeinn og komumst ad ymislegu um Kenya. I kvold aetlum vid ad borda a hotelinu og fara i bio herna. Fundum mjog flott moll herna, supermarkadur med OLLU, nammi, mat, bakarii, avoxtum, jogurti o.fl. Einnig er her bio og 3 netkaffi. Heaven!

Stadreyndir um Kenya/Afriku
-Thurfum ad passa okkur og okkar dot alveg rosalega vel vegna haettu a ad vera raend
-Thad eru fleiri herna til thess ad hjalpa okkur en raena.
-Poddurnar eru kurteisar herna ad Ragga sogn, eg spurdi audvitad serstaklega um thad hehe. Er viss um ad eg eigi eftir ad sja huges kongulo herna og marga kakkalakka, en hann segir ad their skridi ekki a manni.
-Thad hefur verid mikill hiti herna uppa sidkastid og skurir a kvoldin, regntimabilid byrjar svo i mars.
-Finnum rosalega fyrir hitanum herna, for orugglega upp i 40 gradur i dag, miklu heitara en i Indlandi og enginn raki herna.
-Thad er mjog oft svindlad a hvitu folki herna i Afriku, verdin haekkud i budum og svona thegar vid verslum, frekar pirrandi, thurfum ad vera varkar.
-Thegar Afrikubuarnir ser hvitt folk ser thad bara peninga, verdum betlud mikid herna!
-1 sirlingur er um 1,5 isl kr.
-Thad er bannad ad drekka afengi herna a almannafaeri fyrir 17 a daginn, faerd rosalega sekt fyrir thad. Thad er mikil djamm menning i Afriku.
-Megum ekki vera ein uti eftir 19 a kvoldin, storhaettulegt fyrir okkur
-Gotustrakar sniffa mikid lim herna, saum einmitt einn adan kannski 9 ara gamlan vera ad sniffa, Their gera thad til ad minnka hungrid og svo er svo odyrt og audvelt ad fa thetta hja skosmidum. En thessir strakar na oftast ekki tvitugs aldri sem er omurlegt, thetta stakk okkur i hjartad!

Gott daemi um tilfinningalausa raeningja herna: konan hans Ragga og vinur hennar voru a motorhjoli og lentu i slysi. Vinurinn do. Fyrsta manneskjan sem kom ad theim raendi thau i stadinn fyrir ad hjalpa. Hversu grimmt er thetta, alveg hraedilegt!


Aetla ad lata fylgja nokkrar loka stadreyndir/frasogn af Indlandi sem eg gleymdi.
-I Indlandi var mjog gott svart te og kaffi sem vid fengum a hverjum morgni. Ja eg drakk kaffi. Indverskt kaffi er samt svo miklu betra en islenskt.
-Engin hjon eda por leidast i Indlandi. Lalli tok adeins utanum Katrinu eitt kvoldid og thad vard rosa mal, 2 komu ad stoppa thau af og loggan taladi einnig vid thau.
-Eg steig a nagla i Salem, hann for inn i haelinn a mer, heppin ja! Samt ekkert ad mer sko.
-Mjog fair drekka i Indlandi, tha adallega i laumi.
-Um 25% indverskra stelpna eru giftar 17 ara, rosalega skrytid. Enda alltaf verid ad spyrja okkur stelpurnar hvort vid vaerum giftar.

Get ekki neitad thvi ad eg er komin med lit og frekar ljost har, sem getur verid pirrandi vegna thess ad folk glapir mikid.
Veikindi hafa hrjad alla i hopnum nema mig, Halldoru og Arna, allir bunir ad taka nokkrar Immodium. Edda aeldi og aeldi vegna matareitrunar i Chennai! Ingvar og Katrin eru buin ad fara a spitala vegna moskitobita, eru frekar slopp vegna theirra stundum! Og allir hinir med massiva drullu. Agaett ad hafa sloppid.. 7.9.13!
Erum einnig byrjud ad taka malariulyf ad nafni Lariago, 30 sinnum odyrara en a Islandi. Ef thetta eru svipadar toflur og Larium tha geta aukaverkanirnar verid thaer ad madur fai martradir, gangi i svefni, verdi thunglyndur eda fai harlos! Vonandi ad madur sleppi vid thetta. Tokum eina toflu i viku herna uti og byrjudum ad taka thaer seinustu vikuna i Indlandi!!

Aetla ad fara ad ljuka thessu nuna. Aetla ad enda thetta med 2 gullkornum fra agaetum adilum ur ferdinni, var vidstodd baedi skiptin og eg held eg hafi naestum migid i mig ur hlatri! Kannski er thetta frekar have to be there moment en aetla samt ad henda thessu hingad :)
Var lika buin ad lofa myndum a fesid, aetladi ad gera thad nuna en eg thordi ekki ad labba med myndavelina mina i lausu lofti hingad, hefdi verid raend. Stelpurnar herna eru ad henda inn myndum sem eg verd eflaust toggud i, annars set eg e-rjar a morgun eda a sun.
Her koma gullkornin :

Halldora.
Vorum nykomin til Salem, fengum okkur is, s.s. eg, Halldora, Lalli og Sumathi. Halldora hringladi veeel og lengi med matsedilinn og spurdi thjoninn margra spurninga og var alltaf ad misskilja hann. Ad lokum sagdi hun "Vanilla ice cream with fruits, but no ice". Svo sagdi hun vid okkur "bara til oryggis".
Thjoninn " yes okei, only fruits, no ice?"
Halldora "uuu noo"
hahahah!
Hun var semsagt rosaalega ad passa sig ad fa ekki klaka i isinn sinn utaf vid megum ekki fa thessa ohreinu klaka,, een hver setur klaka i is? bara spyr!

Lalli.
Vorum i Salem ad fara ad sofa. Lalli sofnadi fyrst. Svo snyr hann ser i svefni og rekst i mig og segir upp ur svefni "hvaaa, hver er thetta?"
Eg segi "bara eg, Herdis". 
Lalli "ertu buin ad liggja herna i allan dag eda?"
Eg"neei bara sidan i kvold sko"
Lalli " ja okei,"
Tharna vorum vid Halldora ad springa ur hlatri, reyndum okkar besta ad vekja hann ekki.
svo eftir smastund med breskasta hreim sem eg hef heyrt segir Lalli " soooorrrry, I didnt knoooooow"
Tharna helt eg ad eg og Halldora aetludum ad DEYJA! Thetta var svo aaalltof fyndid ad heyra thetta,, haha!

Segjum thetta gott, thakka fyrir oll commentin sem eg hef fengid, rosalega gaman!
Her eftir nota eg bara kenyskt nr sem er 0703543258.

Baejo,
Herdis :)

Wednesday, February 2, 2011

Seinustu 10 dagar

Jaeja. Loksins, loksins tha komst eg i tolvu, hef aldrei vitad annad eins bras! Eg lofa ykkur ad thetta blogg verdur i lengri kantinum, tharf ad segja fra 12 dogum, aetla samt ad reyna ad stytta thetta eins og eg get! Thannig plis lesidi thetta thott thetta se langt, hef  fra svo morgu skemmtilegu ad segja :)

20.-24.januar. Chitalagudi (rett fyrir utan Madurai)
Eg, Ingvar og Edda vorum send thangad. Vorum baedi spennt og stressud ad sja nyjan stad vegna thess ad vid vorum oll svo godu von a theim seinasta! Vid fyrstu syn var stadurinn ekki geggjad flottur, vorum uppi sveit, kuaskitur, piss, vond lykt o.fl. i thorpinu. Vorum hja manni sem er fatladur i loppunum eftir motorhjolaslys, attum ad gista i hans husi en thad var eeekkert plass fyrir okkur, hann svaf uti a verond. Vid svafum thvi i forstofunni hja forsetanum, haha! Thad var reyndar vodalega kosy og gaman bara, yndislegur madur!
Dvol okkar tharna einkenndist adallega af thvi ad liggja uppi a husthaki i solbadi,allavega halfan daginn. Skadbrenndumst oll til helvitis fyrsta daginn! Fyrsta daginn vorum vid latin fara a foreldrafund i skolanum, okkur var stillt upp i 3 stola fyrir framan skrifbord a medan foreldrarnir satu fyrir framan okkur a bambusmottum. Hlustudum svo a kennarann tala a Tamil i klst, hef aldrei att i jafn miklum erfidleikum med ad halda mer vakandi, og thad fyrir framan allt thetta folk! Eitt af thvi skrytnasta sem eg hef lent i. Fengum ad vita ad snakar skrida oft inn i skolastofuna hja krokkunum thvi hun er vid skog, thad er omurlegt, skar mig daldid i hjartad ad heyra thad! Svo var okkur sagt ad kenna ensku i 3 klst. Sem vid gerdum!! Vorum ekkert undirbuin og vissum ekkert, enginn taladi nogu goda ensku til thess ad utskyra neitt fyrir okkur, thannig hver klst var bara eins og ovissuferd fyrir okkur, vissum aldrei hvad vid myndum gera naest! Frekar othaegilegt. Vorum fyrsti sjalfbodalidahopurinn sem for a thennan stad thannig thad skyrir ymislegt!

Thad sem vid gerdum tharna var ad liggja i solbadi, leika vid bornin, keyptum kjukling og saum hann drepinn og reyktan, frekar nasty! Eldudum svo kjullan sem smakkadist hrikalega vel, bjuggum til Aloe Vera drykk, forum til Madurai ad kaupa saumavel fyrir folkid fyrir peninginn sem vid sofnudum a Islandi, thvodum fotin okkar i drulluskitugu vatni thar sem folk badar beljur og allt, heimsottum fataekt hverfi og lagum svo meira i solbadi! Thad var alltaf verid ad lofa okkur e-rju, okkur sagt ad vakna 06-07 og fara ad skoda akur og heimsaekja skolann, alltaf bidum vid spennt og ekkert gerdist. Hefdum i rauninni aldrei thurft ad vakna fyrr en um hadegi tharna! Vodalega litid stadid vid ordin.

Thad sem i rauninni reddadi okkur a thessum stad voru vinir okkar JayBondie (25) og Parthi (20). Forum med theim ad synda i vatni sem var drulluskitugt og fullt af litlum snakum, ja vid syntum med snakum, Thad var svo hrikalega gaman! Til thess ad komast ad thessu vatni thurftum vid ad vada drullu upp ad hnjam sem var lika rosalega gaman! Einnig forum vid Edda svo aftana motorhjolin hja theim sma spotta sem var lika meega fjor, vuhu :) A leidinni heim var svo flott landslag og vid tokum tho nokkrar myndir!Hengum svo oft med thessum strakum a daginn og kvoldin, forum lika i mat heim til theirra i eitt skiptid thar sem aaaaaaadeins of sterkur kjulli var a bodstolnum! Svitnudum hrikalega vid ad borda hann og ondudum rosalega hatt og allir hlogu og hlogu, haha, djofull var thetta othaegilegt!!

Thad raettist  samt agaetlega ur thessari dvol okkar, nadum agetis tengslum vid bornin sem voru reyndar stundum rosalega uppathrengjandi en samt yndisleg :) Hofum bara ut a thad ad setja ad vid hefdum viljad hafa meira ad gera tharna, fyrir okkur var thetta bara eins og fri og okkur fannst vid bara fyrir og a timapunkti fannst okkur vid vera a vitlausum stad!

Seinasta kvoldid gafum vid theim penna og allir voru anegdir, gafum lika fullt af eiginhandararitunum, leid eins og fraegri Hollywood stjornu og ekki i fyrsta skiptid i thessari ferd. Attum svo ad taka myndir af ollum i thorpinu og ollum sem folkid sem vid thekktum thekkti. Eg sagdist bara alltaf hafa gleymt minni vel hja forsetanum, var ekki ad nenna thessu, folkid er stundum rosalega frekt! Lenti einmitt i thvi ad vera ad taka myndir og fyrir aftan mig voru 2 fullordnar konur ad pota og pikka i mig til ad sja myndirnar, eg var ekki ad syna theim athygli og thaer byrjudu ad klipa mig og lemja.. eg var naestum thvi buin ad snua mer vid og buffa thaer i smettid!! Svona er folkid herna stundum, samt sem betur fer er thad bara minnihlutinn, eg elska alla sem eg hef kynnst, allir svo godir!
Ad lokum fra thessum stad hef eg ad segja "yes, okei, thank you", en thad var Sashi, madurinn sem var adal madurinn okkar tharna, alltaf ad segja! Ef vid spurdum hans spurninga tha sagdi hann thetta, hann skildi aldrei neitt,, hahaha!

25.-26.januar. Pondicherry.
Fri dagar a franskri nylendu. Ferdudumst thangad i 8 klst oll saman i rutu. Vorum i rosalega flottri ibud oll saman og John var med okkur allan timann. Thad fyrsta sem vid gerdum var ad fara a Pizza Hut, djofull var thad ogedslega gott eftir allan thennan indverska mat sem eg fyla 0%. Enda vorum vid bara buin ad borda kex og banana allan daginn.
Naesta dag forum vid i franskt bakari ad fa okkur morgunmat sem var eiginlega suddalega gott. Forum svo i sundlaugargard ad tana og svo a strond ad leika okkur i sjonum, get ekki neitad thvi ad thad hafi verid gott ad sja sjoinn eftir langan tima, minnti mig pinu a Islandid goda. Skodudum svo Yoga Sentre, global! Thangad fer folk ad hugleida ef thad a eitthvad erfitt og thegir svo i mjog langan tima eftir thad! Sumir i halft ar og sumir i 5 ar. Skildi thetta ekki alveg nogu vel sko, finnst thetta skrytid!
Um kvoldid forum vid fint ut ad borda og svo uppi ibud med 2-3 bjora ad spjalla og fleira! Thessi dagur stodst algjorleag vaentingar og var rosalega naudsynlegur fyrir okkur. Eg fekk fyrstu bitin mina thessum stad og daldid morg, er komin med um 40 nuna held eg, thad er samt ekkert midad vid adra. Erum oll ad reyna ad passa okkur en thessar ogedis flugur eru utum fokking allt, og thetta er 10x verra i Kenya! Ingvar for til laeknis adan thvi hann er med um 100 bit bara a einni hendinni skilst mer, algjort rugl!!!

27.-29.januar.
Franska bakariid i seinasta skiptid. Eg. Lalli og Halldora forum til Salem a stulknaheimili. Attum ad vera i 4 daga en vorum bara i 2 vegna thess ad thad vard einhver misskilningur i planinu sem er otrulega leidinlegt! Thetta var alltof stuttur timi! Rutuferdin til Salem tok 6klst, bilstjorinn flautadi sinum thokuludri allavega helminginn af leidinni, eg og Lalli vorum ad spa i ad stokkva ut a midri leid! Okkur leid svo illa, hausverkur, sviti og gatum ekkert sofid!! 
Konan sem ser um heimilid er i einu ordi sagt yndisleg. Hun heitir Sumathi. Thegar a heimildi var komid toku stelpurnar 25 svo vel a moti okkur og eg byrjadi ad brosa og brosa og brosa. Var med brosid fast alltof lengi og fekk illt i kjalkana, eg er ekki ad ykja!
Sonur Sumathi var a heimilinu a sama tima og vid i heimsokn. Hann er jafngamall mer og kennir stelpunum ad dansa. Thvilikur snillingur sko! Stelpurnar donsudu fyrir okkur allt kvoldid, alltof flott, rosalegar mjadmahreyfingar og godur taktur.

Svaf illa um nottina vegna hosta og mikils svita. La andvaka i 3 klst.
Byrjudum daginn a thvi ad dansa med Jeeva og stelpunum, reyndum ad standa a haus eins og hann og eg var eina sem gat thad.. jaaahu, eg er snillingur eins og thid vitid! Forum svo ad skoda ledurblokur, struta, hof og drukkum/bordudum kokoshnetur med ommunni, Usha, Jeeva og Jogi. Thad var rosalega gaman. Thvi midur tha gat Sumathi verid svo litid med okkur thessa daga vegna thess ad god vinkona hennar lenti i motorhjolaslysi og la i dai, thannig Sumathi var uppi a spitala hja henni, svo leidinlegt! Seinna um daginn lekum vid svo vid stelpurnar i 3 klst, thad tok alla orku ur okkur asamt hitanum, samt faranlega gaman! Thaer eru svo yndislegar. Hoppa upp a mann, kyssa og knusa, elska thaer.  
Um kvoldid heldum vid afram ad dansa og dansa, endudum svo a sturtu thar sem yndilslega Sumathi hjalpadi okkur ad thvo okkur, hehe. Of fyndid. Satum a jordinni i naerfotum og hun hellti yfir okkur iiskoldu vatni og skrubbadi okkur svo!  

Naesti dagur einkenndist af dansi og leikjum og fjori. Lovely! Vid forum og keyptum harspennur, naglalakk og limmida handa stelpunum i gjof fra okkur! Um kvoldid var danssyning i thorpinu thar sem stelpurnar okkar donsudu og donsudu sina flottu dansa i sinum flottu fotum, voru svo fallegar! Fekk rosalega gaesahud! Jeeva var adal forsprakkinn tharna og dansadi lika rosalega flott, tok nokkur video af thessu sem eg hendi inn a Facebook vid fyrsta taekifaeri!
Fyrir danssyninguna hjalpudum vid til vid ad naglalakka stelpurnar og aetludum ad greida theim en thegar Halldora lyfti upp harinu a einni saum vid um 100 nit i thvi, Fengum svo mikinn hroll og gatum ekki haldid afram. Vid erum bunar ad kemba okkur vel og mikid og fundum sem betur fer enga lus :D
Vid Halldora vorum klaeddar upp i sari fyrir syninguna, fengum skartgripi og vorum maladar. Elsku Sumathi gaf okkur sitthvort sari-id thannig nu a eg 2.
En aftur ad danssyningunni! Eins og eg sagdi tha var thetta rosalega flott! Lalli var kalladur upp a svid og hann og Jeeva toku lett spor i um 6 min. Eg og Halldora hlogum manna haedst, Lalli eitthvad ad reyna ad fylgja honum hahah! Hefdum kannski att ad hlaegja adeins minna thvi vid vorum svo dregnar upp a svid lika, ja takk fyrir pent! Eg og fru Halldora donsudum i Sari i Indlandi i thorpi fyrir framan um 300 manns! I thokkabot med Jeeva sem er snillingur og viid kunnum eeekkert ad dansa. Var i hlaturskasti, thetta var svooo gaman! Allir hlogu og hlogu, donsudum vid Wagga Wagga med Shakira :) var alltaf ad stiga a sari-id mitt og svona, algjort bio! Eftir fraega dansinn okkar toku allir i hendurnar a okkur og fannst vid voda flottar. haha. Ad lokum tokum vid svo rosaleg move uppi a svidi med stelpunum og Jeeva. Saell sko, eitt af skemmtilegustu kvolduunum hingad til!
Thegar vid komum aftur a heimildi voru teknar margar myndir, vid skrifudum i gestabok, fengum indversk log hja Jeeva, ja indversk log (fylum thau i alvoru eftir alla dansana) og toludum vel og lengi vid folkid. Daginn eftir knusudum vid hvern og einn bless. Eg sakna theirra svo rosalega mikid asamt stelpunum og folkinu a fyrsta heimilinu sem eg for a ad mig langar stundum ad grata, im not kidding, alltaf svo mikid lif og fjor og thaer svo godar og heilbrigdar og lifsgladar.

Aetla ad henda inn nokkrum stadreyndum um Indland:
-Margt rosalega frumstaett herna, folk sefur a golfinu, eldar uti, bordar a golfinu, kveikir liggur vid i eldi med steinum og svo tekur thad upp gsm simann og talar i hann!
-Engar umferdarreglur, allir flautandi, allt ein kaos.
-Litlar stelpur med okklabond a badum loppunum.
-Folk pissar og kukar uti i vegakanti, edlilegast i heimi.
-Litil born rosalega oft allsber ad nedan
-Rosalega mikil truarbrogd her, jesu myndir utum allt og Hindua myndir, hof og kirkjur og folk er ad bidja rosalega mikid.
-Allar konur i sari, med gat i badum nosum og lafandi eyrnasneppla.
-Indverjar tala mikid med hausnum, madur veit aldrei hvort folk er ad segja ja eda nei thegar thad talar med hausnum.
-Their elska myndavelar "please, take one picture" svo hleypur folk ad manni og vill skoda.
-Folk glapir eendalaust thvi vid erum hvit.
-Flestir karlar med yfirvaraskegg
-Hriikalega skitugt land, allir henda rusli utum allt og okkur er sagt ad gera thad lika en okkur lidur illa med thad, Vodalega sjaldan ruslatunnur. Thessu fylgir audvitad rosalega vond skitafyla.
-Indverjar eru oft pinu lengi ad koma ser ad hlutunum og af stad
-1 rupia er = 2,7 isl kr. Getid imyndad ykkur hvad allt er odyrt her fyrir okkur.

Allavega, eg aetla ad segja fra dvol okkar i Chennai i naesta bloggi. Thetta er ordid yfirdrifid og mer drullu illt i puttunum! Erum ad fara ad flugja til Bombay i kvold i 2 klst, bidum a flugvellinum i 5 klst og fljugum svo til Nairobi i 6 klst i nott! Nairobi er talin haettulegasta borg i heimi, thurfum ad passa allt okkar dot og hvert annad eins og gull! Erum ordin svo godir vinir thannig thetta verdur ekkert mal, stondum saman :)
Thurfum ad passa okkur a strakum sem lata folk thefa e-rjum floskum, semsagt sniffa, Tha er bara allt buid fyrir okkur! Thetta hraedir okkur daldid en thetta reddast vonandi, thurfum ad vera rosalega varkar!
Verkefni okkar i Kenya felast i thvi ad hjalpa meira til a heimilum, HIV fraedsla, leikskolar, heimsaekja slumm o.fl., verdur lifsreynsla og vid erum oll rosalega spennt asamt thvi ad vera hreadd!
Reyni mitt besta ad setja inn myndir a Facebook naest thegar eg kemst i tolvu. Vona ad thetta se skiljanlegt blogg, er ad reyna ad flyta mer, hef fra miklu meira ad segja en eg aetla ekki ad gera ykkur alvitlaus a lengdinni hja mer a thessum faerslum! yes, okei, thank you!

Segjum thetta gott,,
Bless Indland, hallo Afrika..

yfir og ut,
Herdis

p.s. bid ad heilsa Islandi :)