Saturday, February 26, 2011

20.-26.februar. Kisii

Hae hae.

Hedan er allt rosalega gott ad fretta, adeins eitt verkefni eftir af fjorum herna i Afriku, pinu leidinlegt ad hugsa til thess. Eg, Edda og Halldora framlengdum ferdinni okkar thannig vid aetlum ad vera i London fra 9.-13.mars, forum m.a. a Arsenal-ManchesterUnited a Old Trafford. Arni, Agnes, Lalli, Katrin og Ingvar voru oll buin ad akveda thetta fyrir longu thannig vid verdum afram saman, verdur rosalega godur endir a bestu ferd lifs mins ;)
Forum ad sigla a Viktoriuvatni seinasta sunnudag, saum flodhesta, thad var daldid magnad.

Seinustu viku for eg asamt Eddu og Katrinu til Kisii i vatnsverkefni. A heimilinu bua Josefine, Janis, 5 born, fraenka og vinur. Svo baettumst vid thrjar vid sem gera 12 manns i minnstu ibud i heimi. Svafum 6 inni stofu. Eftira ad lita tha var thad alveg kosy.
Thurftum ad taka Matatu a hverjum degi fra heimili theirra i midbae Kisii, tok um 20-30 min.
Verkefni okkar einkenndist af thvi ad leggja vatnspipur i gegnum heilt thorp. Thad tekur um 1-2 ar. Nema vid logdum ekki nema brot af thessum pipum. Komum fyrsta daginn eins og algjorir halfvitar, kannski 8 strakar ad vinna a fullu og vid tokum af theim verkfaerin og byrjudum ad moka mold yfir pipurnar. Their hlogu, kvikindi. Fannst ekki alveg passa ad hafa stelpur i thessu verkefni. Vorum tharna heilan dag, lobbudum 3 km til thess ad komast thangad upp haedir, forum svo ad moka i 2 klst. Thvilikt god aefing, vorum ekki ad hata thad.
Daginn eftir forum vid aftur upp hlidarnar i brjaludum hita. Thann daginn hjalpudum vid til ad lyfta pipunum til tess ad hafa thaer i beinni linu. Svo voru settar festingar a pipurnar til thess ad festa thaer saman, annars hefdi vatnid flaett ur theim.
Saum svo hvar folkid i thorpinu faer vatn, thad tharf ad labba dagodan spotta fra heimilum sinum, nidur bratta brekku og svo upp hana aftur med foturnar a hausnum, oft eru litil born ad stroglast med fullar vatnsfotur. Storar fjolskyldur thurfa ad gera thetta oft a dag. Vatnid var hreint en ekki oruggt. Thess vegna er mikilvaegt fyrir folkid i thorpinu ad fa thessar vatnspipur, fa tha hreint og oruggt vatn. Frabaert framlag hja Janis og felugum. Stjornvoldin kaupa rorin a 25milljonir sillinga og thetta er sett saman ad mestu af sjalfbodalidum, strakarnir fa 200 sillinga a dag fyrir thessa pul vinnu, rosalega duglegir. Janis og co eru einnig bunir ad setja upp svona pipur i Suba lika, tetta er annar stadurinn, their fara thangad sem mesta naudsyn fyrir vatn er. Saum svo sannarlega hversu heppin vid erum ad hafa greidan adgang ad vatni. Tokum thvi kannski adeins of mikid sem sjalfsagdan hlut midad vid hvad madur spredar oft med thad.
Thridja daginn skrifudum vid report um dvol okkar a stadnum og settum einnig inn myndir fra vikunni. Janis var svo rosalega anaegdur med okkur. Forum svo ad kaupa prentara fyrir peninginn sem safnadist a Islandi. Janis og their sem vinna med honum halda stundum fyrirlestra og thurfa ad prenta ut stundum fyrir 10.000 sillinga. Thannig prentari var alveg tilvalinn. Konan sem afgreiddi okkur haekkadi verdid um 500 sillinga bara af thvi vid erum hvit. Sem betur fer var Janis buinn ad tekka a verdinu daginn adur thannig hun gat ekki svindlad a okkur, var eins og skitur. Endudum svo daginn a thvi ad tala vid 3 vaendiskonur sem vilja komast ur theim bransa. Thad tok daldid a, vilja alls ekki vera tharna en hafa samt ekkert val. Thaer eru tvaer sem eru 24.ara og ein sem er 30 ara. Vid erum ad spa i ad leggja sma startpening fyrir eina theirra sem var alveg rosalega sannfaerandi um ad komast ur thessum bransa adur en thetta skemmir hana alveg. Hun aetlar ad selja hrisgrjon. Einn poki kostar 5500sillinga og hun graedir 9000sillinga fyrir hann. Eftir 3 manudi vaeri hun komin med nogan pening til thess ad borga leiguna og kaupa mat og gera eitthvad skemmtilegt. Thad vaeri svo god tilfinning ef thetta myndi ganga upp. Janis aetlar ad hitta  hana einu sinni i viku, lata hana skrifa report handa mer, Eddu og Katrinu og senda okkur myndir. Tha sjaum vid hvernig allt gengur og ad hun se ekki bara ad nota peninginn i eitthvad kjaftaedi. Thetta er allavega ein hugmynd, erum ad spa i ad skella okkur i thetta.
Ad vera vaendiskona er allt annad en audvelt og langoftast ekkert val. Thaer eru oft misnotadar og svo labba gaurarnir oft ut an thess ad borga theim. Tha sitja thaer uppi med reikninginn af barnum og nanast engan pening. Thaer fa oft 200 sillinga fyrir 3 klst sem er alls enginn peningur. Stelpur byrja oft i bransanum 9 ara. Thad er svo hraedilegt. A Islandi eru 9 ara stelpur ad leika ser med dukkur. Onnur hugmynd okkar er ad leigja ibud fyrir utan Kisii fyrir um 15 stelpur sem eru ungar, koma theim uppur thessu med thvi ad kenna theim ad sauma og smatt og smatt geta thaer farid a goturnar ad selja eda i skola. Thetta heimili yrdi stadur fyrir thaer til ad odlast betra lif. Til thess ad koma thessu a laggirnar tharf pening og duglegt folk. Ef verdur ur thessu aetla eg ad leggja mitt af morkum til thess ad hjalpa.

Thessi dvol okkar var laerdomsrik og skemmtileg. Fjolskyldan var yndisleg. Litli strakurinn a heimilinu sem er 14 manada heitir Heimir eftir sjalfbodalida sem var thar i fyrra. Seinasta kvoldid tokum vid kakkalakka djok a alla fjolskylduna. Edda henti Johannesi Kara (dota kakkalakkinn minn) a alla og eg hljop a eftir henni ad taka upp video, haha thetta var adeins of gott. Thau oskrudu svo mikid og litla stelpan grenjadi a fullu. hahahah. Thegar vid vorum ad ferdast til Kisumu i gaer tha helt eg a tveggja ara strak alla leidina, gafum honum popp og nammi, hann var ekki ad hata thad. Alveg eins og kongur. Var ad hugsa um ad taka hann med mer og var meira ad segja buin ad plana hvernig eg aetladi ad hugsa um hann heima, svo fattadi eg ad thad myndi eiginlega ekki ganga upp ad raena greyid straknum. Kitlar samt rosalega i fingurnar ad aettleida.

I dag og i gaer la eg a sunlaugarbakkanum ad sleikja solina i svo mikilli sol og hita, svo gott! Gerum svo eitthvad skemmtilegt i kvold. Adan vorum vid Halldora ad labba, tha kom einn uturkokadur strakur, kalladi a eftir okkur og hljop, vid vorum svo hraeddar, byrjudum ad labba eins hratt og vid gatum, svo loksins for hann i burtu. Fyrsta skipti sem eg er svona rosalega hraedd herna, helt hann myndi stokkva a toskuna mina og raena henni.
A morgun tha forum vid til Ann Lauren a einskonar lokahof. Grill, fotbolti, raedur, leikir og fleira. Get eeeiginlega ekki bedid eftir ad hitta fjolskylduna aftur og saeta Elvis.

Enda thetta a sma stadreyndum, upplysingar sem eg hef aflad mer smatt og smatt i ferdinni.
- Megum ekki gefa gotustrakum pening thvi their nota hann i ad kaupa lim sem kostar adeins 5 sillinga, myndi aldrei hafa samvisku i thad ad vera skosmidurinn sem selur theim limid. Eigum ad gefa theim mat ef vid viljum gefa theim eitthvad.
- Eldingar drepa oft folk herna.
-Ann Lauren er buin ad virkja alla i kringum sig. Hjalpar fataeku folki, kemur vaendiskonum af gotunum, hjalpar ekkjunum, stofnadi Youthgroup sem gengur a milli skola med HIV fraedslu og svo eru adrir hopar sem gera eitthvad annad, tharf ad kynna mer thad betur. Thessi kona er gud af manni.
- Folkid herna hefur oft ekki efni a ad kaupa i matinn og thau hafa oft ahyggjur af thvi hvort thad geti gefid fjolskyldu sinni og bornum ad borda daginn eftir a medan vid eigum nog af mat og erum alltaf ad narta i eitthvad.
- Fiskimenn og vorubilstjorar eru oftast vidskiptavinir vaendiskvenna.
-Fekk bonord fra annars frekar rugludum manni
-annar madur bad mig um ad bera barnid sitt.. klikkad lid herna
- Kennarar dobbla stelpur ad saekja vatn fyrir sig, thaer gera thad thvi thaer fa tha oft sma vatn i stadinn, svo taka kennararnir stelpurnar, naudga theim og thaer verda olettar. Frekar hart.
-Finnst yndislegt hvad thad tharf litid til thess ad gledja bornin herna, thurfum rett svo ad vinka theim og tha verda thau otrulega glod, hlaupa hlaejandi i burtu.
-stelpurnar herna eru um 5 ara thegar thaer byrja ad passa systkini sin og um 10 ara eru thaer farnar ad sja um heimilid, svo rosalega frabrugdid Islandi. Finnst bornin herna ekki fa ad njota sin ad vera born, eru alltaf ad vinna og eiga varla nein leikfong.
- Eftir thessa dvol mina i Afriku og Indlandi, tha se eg nyja syn a lifinu og er farin ad meta allt betur sem eg a, alveg satt.
-Strakarnir sem eru a gotunum ad sniffa lim velja oft sjalfir ad fara thangad vegna thess ad their eru othekkir.
-malbikid bradnar herna vegna hitans.
-Faum oft samviskubit ad vera ad versla i supermarkadinum, eitthvad nammi og svona, med folkid ofani okkur sem vid dveljum hja, thau eiga ekki mikinn pening.
- Erum flest i thessari ferd med augun opin fyrir einhverjum til thess ad styrkja eda reyna ad finna eitthvad sem vid getum hjalpad til med.

Jaeja thetta er komid gott. Eg vona ad thetta blogg se gott, eg gerdi thad i miklum flyti med mikid af masandi folki i kringum mig.  Vil comment. Og thid sem viljid og getid, getid farid a Facebook hja mer og sed nokkrar myndir fra ferdinni, var ad setja inn nokkrar nuna.

-Herdis



9 comments:

  1. hafðu það gott þessa síðustu daga sem þú átt eftir, hlakka til að fá þig heim!;*:)

    ReplyDelete
  2. Elsku Herdís okkar alltaf jafn mikið að gerast hjá þér sé að aðstæður fólks hafa áhrif á þig sem er til góðs ég hef verið undanfarin ár að styrkja unga stelpu sem bjó við svipaðar aðstæður til náms nú er hún útskrifuð og er farin að sjá fyrir sér og syni sínum með sumaskap með saumavél sem að ég gaf henni í útskriftargjöf svo að þú sérð að það þarf ekki mikið til að koma þessu fólki til sjálfshjálpar ef einhver hefur áhuga. Mjög gaman að heyra hvað þú tekur þátt í þessu öllu af lífi og sál sem er frábært Við afi óskum þér alls hins besta í framhaldinu og ekki skemmir að enda þessa ógleymanlegu ferð með stæl Knús/amma

    ReplyDelete
  3. Elsku Herdís.Þú ert búin að upplifa svo mikið á stuttum tíma,það eru alveg ótrúlegar aðstæður sem þetta fólk býr við,það væri æðislegt ef þið gætuð hjálpað, þó ekki væri nema nokkrum vændiskonum til betra lífs.Það virðist ekki kosta svo mikið á okkar mælikvarða.Þetta er allt svo fróðlegt sem þú bloggar.Hafðu það gott þessa síðustu daga. Kær kveðja frá okkur Herdís amma.

    ReplyDelete
  4. jaja elsku herdís mín hvað er að frétta af þessum gírkassa sem þú varst búin að lofa mér í gamla afa vörubílinn okkar,smá djók.'Eg er farin að óttast það að þú festist þarna úti við hjálparstörf.Við ættum kannski bara öll að flytja þangað og gefa vasaljós og penna frá Viggu,þetta var djók no2.Elsku Herdís mín ég er ógeðslega stoltur af þér og margir sem myndu vilja taka þig til fyririmyndar með hvað þú þorðir að gera og láta þennan draum þinn rætast með þessa ferð,við hlökkum alveg rosalega mikið til að sjá þig,hlusta á allar sögurnar og sjá allar myndirnar úr ferðinni þinni,hafðu það gott áfram ástarkveðja frá pabba og mömmu, við elskum þig.

    ReplyDelete
  5. þú stendur þig vel í þessu Herdís mín og hafðu áfram gaman af. Það verður skemmtilegt að fá þig heim og segja okkur enn frekar frá ferðalaginu. kv. Júlía Elsa og co

    ReplyDelete
  6. Hæ skvís gaman að heyra í þér. Okkur heyrist þessi staður vera mjög fróðlegur og átakanlegur í senn. Það er örugglega erfitt en hollt fyrir hjartað að kynnast fólki í þessum aðstæðum, hefur ekki nóg vatn og vinnur fyrir sér með vændi. Heldur þú að Herdísarskóli verið stofnaður þarna úti og þú jafnvel ættleiðir nokkra sæta krakka?
    Ég sé nú einhverja takta frá pabba þínum þarna við að leggja vatnsleiðslunar var hann ekki í þessu jobbi á þínum aldri, gat hann ekki gefið þér tips.....svo strákarnir myndu ekki hlæja...ha ha. Ég heyri að það þarf ekkert að minna þig á að njóta því þú ert að gera það haltu því bara áfram mín kæra.
    p.s ég er einnig einstaklega stolt af Jóhannesi Kára kakkalakka að hann standi sig svona vel.....
    kv. Sirrý og Árni

    ReplyDelete
  7. Gaman hjá þér =D

    Ps. GO ARSENAL!

    ReplyDelete
  8. Sæl,,enn ein mögnuð færsla,,,það er ótrúlegt að heyra (sjá)hvernig lífið þarna er ,,vona að allt gangi vel áfram hjá þér..

    Ps. Við Týra tippum á Man.united

    ReplyDelete