Tuesday, January 11, 2011

Brottfarardagur

Jæja þá er komið að þessu. Legg af stað í Leifsstöð eftir 30 mínútur og flýg til London kl 17:00. Er orðin mjög spennt en einnig pínu stressuð. Þetta verður klárlega ævintýri og algjörlega þess virði :)
Ég setti upp öll flugin fyrir ykkur á leið út kæra fjölskylda og fyrir hina sem vilja fylgjast með, athugið samt sem áður að þetta er klukkan í hverju landi fyrir sig, þetta er ekki íslenskur tími!


1. flug 11. janúar. Keflavík - London. Brottför  17:00, lending 20:00 - 3. klst flug
2. flug 12. janúar.  London - Kuwait. Brottför 10:30, lending 19:35 - 6. klst flug
3. flug 12. janúar. Kuwait – Bombay. Brottför 22:45, lending 13. janúar 04:50 - 3,5 klst flug
4. flug 13. janúar. Bombay – Chennai. Brottför 14:45, lending 16:25 -1 klst og 40 mín flug
alls eru þetta 14 klst og 10 mín. Fínt fyrir flughrædda manneskju eins og mig ;) Þann 15.-18.janúar verð ég í Chinnamathuru að vinna og heimsækja munaðarleysingjahæli fyrir stelpur og stráka. Læt ykkur svo vita hvert ég fer eftir það. Ég reyni að vera dugleg að blogga hérna, fer voðalega mikið eftir því bara hvort það sé gott samband þar sem ég verð og svona. Á eftir að sakna ykkar. Sjáumst 9.mars.
 Kveðja Herdís ;*





10 comments:

  1. Hlakka til að fylgjast með þér Herdís mín.
    Ástarkveðja mamma;)

    ReplyDelete
  2. Skemmtu þér vel þarna úti og farðu varlega
    - Íris Eir

    ReplyDelete
  3. gaman að eyða svona miklum tíma í flugvél váá!
    en ég hef mikla trú á þér, verður orðin laus við hræðsluna eftir 6 klst flugið!
    en gangi þér vel ást:*

    ReplyDelete
  4. Hún Herdís mín fer sko létt með allt þetta flug hún er með Jóhannes Kára með sér ;)

    Góða ferð en og aftur ástinn mín ;*

    ReplyDelete
  5. Nú ertu einhverstaðar í Kuwait og silast áfram. Þetta er allt að gerast og þú ert alveg að verða komin er það ekki.
    Hvernig læt ég þú ert komin ef þú lest þetta.....:)

    ReplyDelete
  6. Þetta er ég Sirrý hérna fyrir ofan

    ReplyDelete
  7. Fyrir ykkur sem viljið sjá þá var stuttur tími í kastljósinu í kvöld um hjálparstarf í kenýa ;)

    ReplyDelete
  8. Við munum fylgjast grannt með þér, elsku Herdís. Farðu varlega og passaðu að drekka nógu mikið af hreinu vatni. Ástarkveðjur úr Hrauntúninu.
    Amma Herdís og Hermann.

    ReplyDelete
  9. Hæ Herdís mín,
    þá er ævintýrið byrjað. Gangi þér vel og ég fylgist með bloggi þínu. Knús frá mér.

    ReplyDelete
  10. 1 vika 7 eftir úfff sakna þín ;*

    ReplyDelete