Hæ hæ!
Eins og margir vita eflaust að þá lenti ég á klakanum þann 13.mars. Ég var víst búin að lofa nokkrum að koma með lokablogg og segja frá seinustu dögunum í ferðinni. Líka gaman fyrir mig að rifja þetta upp svona eftir að ég er komin heim. Ætla því að henda inn seinustu færslunni frá bestu ferð lífs míns :)
p.s. veit að þetta blogg er í lengri kantinum. Er að segja frekar ítarlega frá hlutunum en mér finnst það skemmtilegra, vil að ykkur finnist þið vera að upplifa þetta með mér :) Endilega eyðiði nokkrum mín í að lesa þetta og skiljið eftir ykkur loka comenntið! Takk .
p.s. veit að þetta blogg er í lengri kantinum. Er að segja frekar ítarlega frá hlutunum en mér finnst það skemmtilegra, vil að ykkur finnist þið vera að upplifa þetta með mér :) Endilega eyðiði nokkrum mín í að lesa þetta og skiljið eftir ykkur loka comenntið! Takk .
Helgin 25.-27.febrúar.
Seinustu heilu helgina okkar í Kisumu notuðum við í að skemmta okkur, liggja á sundlaugarbakkanum og tana, fórum út að borða og nutum þess að vera saman þessa seinustu daga og rifjuðum upp ferðina í grófum dráttum.
Á sunnudeginum fór allur hópurinn saman til Korando til Anne Laurene á nokkurskonar lokahóf. Vorum öll svona frekar þreytt ef svo má að orði komast. Lögðum af stað kl 10:00 um morgun og þegar ekkjurnar tóku á móti okkur með sínum fræga söng og við sáum hvað fólkið var búið að gera okkur til heiðurs, setja upp útitjald, færa sófana og borðin út, setja upp hátalarakerfi og græjur að þá hættu allir að vera þreyttir og úldnir. Fundum öll á okkur að þetta yrði góður dagur.. sem þetta var, ótrúlega yndislegur dagur með yndislegu fólki.. sem ég sakna alveg heiftarlega mikið!
En allavega.. byrjuðum prógrammið á því að spila fótbolta við Youth group strákana í mesta hita í heimi með lítið sem ekkert vatn meðferðis. Þráðum öll vatn, svo mikið! Við lifðum af og unnum meira að segja leikinn, 5-4. Og þeirra lið var allt strákar og okkar lið var meirihlutinn stelpur, haha! Erum best.. :)
Fórum svo heim og hjálpuðum til við matargerðina, eða sko stelpurnar, strákarnir sátu auðvitað bara á sínum feitu rössum. Maturinn var alveg rosalega flottur, mikill og góður, þau höfðu greinilega mikið fyrir þessu.
Eftir matinn voru haldnar ræður, okkur var hrósað í bak og fyrir fyrir störf okkar seinustu vikur.
Það sem eftir lifði dags eyddum við í að spjalla við fólkið, skoða garðinn þeirra það sem þau hafa verið að gróðursetja, skoða hluti sem ekkjurnar hafa verið að gera og eru að selja, t.d. töskur, hálsmen, föt, dúka o.fl. Ég gaf Elvis vasaljósið mitt og fullt af batteríum því hann elskaði að leika sér með það þegar ég dvaldi hjá þeim. Hann varð svo glaður, það er svo gaman að gleðja þessi litlu, sætu börn!
Undir lokin fengum við köku,, það er mjög fyndin saga. Vorum búin að hlakka svoo til að fá köku, sérstaklega hún Edda átvagl. Kakan var skorin, svo var hún skorin í smærri bita og enn smærri þangað til hver biti var eins og lítill kassi. Við vissum ekkert hvað væri í gangi. Svo vorum við látin hafa bitana og okkur sagt að mata alla, já við mötuðum um 150 manns með lítilli köku. Það var smá kjánalegt, sérstaklega þegar ég missti óvart einn kökubitann yfir greyið ekkjuna.
Ástæðan fyrir þessu var sú að fyrst Jesús gat mettað 5000 manns með 2 brauðsneiðum og 5 fiskum að þá gátum við alveg, um 150 manns, deilt einni köku á milli okkar. Annars fín kaka sko.
Eyddum svo seinustu mínútunum í að dansa og spjalla, fengum kvöldmat og kvöddum alla, sem var alveg roosalega erfitt, fórum svo upp á hótel að pakka niður fyrir seinasta verkefnið okkar!
Seinustu heilu helgina okkar í Kisumu notuðum við í að skemmta okkur, liggja á sundlaugarbakkanum og tana, fórum út að borða og nutum þess að vera saman þessa seinustu daga og rifjuðum upp ferðina í grófum dráttum.
Á sunnudeginum fór allur hópurinn saman til Korando til Anne Laurene á nokkurskonar lokahóf. Vorum öll svona frekar þreytt ef svo má að orði komast. Lögðum af stað kl 10:00 um morgun og þegar ekkjurnar tóku á móti okkur með sínum fræga söng og við sáum hvað fólkið var búið að gera okkur til heiðurs, setja upp útitjald, færa sófana og borðin út, setja upp hátalarakerfi og græjur að þá hættu allir að vera þreyttir og úldnir. Fundum öll á okkur að þetta yrði góður dagur.. sem þetta var, ótrúlega yndislegur dagur með yndislegu fólki.. sem ég sakna alveg heiftarlega mikið!
En allavega.. byrjuðum prógrammið á því að spila fótbolta við Youth group strákana í mesta hita í heimi með lítið sem ekkert vatn meðferðis. Þráðum öll vatn, svo mikið! Við lifðum af og unnum meira að segja leikinn, 5-4. Og þeirra lið var allt strákar og okkar lið var meirihlutinn stelpur, haha! Erum best.. :)
Fórum svo heim og hjálpuðum til við matargerðina, eða sko stelpurnar, strákarnir sátu auðvitað bara á sínum feitu rössum. Maturinn var alveg rosalega flottur, mikill og góður, þau höfðu greinilega mikið fyrir þessu.
Eftir matinn voru haldnar ræður, okkur var hrósað í bak og fyrir fyrir störf okkar seinustu vikur.
Það sem eftir lifði dags eyddum við í að spjalla við fólkið, skoða garðinn þeirra það sem þau hafa verið að gróðursetja, skoða hluti sem ekkjurnar hafa verið að gera og eru að selja, t.d. töskur, hálsmen, föt, dúka o.fl. Ég gaf Elvis vasaljósið mitt og fullt af batteríum því hann elskaði að leika sér með það þegar ég dvaldi hjá þeim. Hann varð svo glaður, það er svo gaman að gleðja þessi litlu, sætu börn!
Undir lokin fengum við köku,, það er mjög fyndin saga. Vorum búin að hlakka svoo til að fá köku, sérstaklega hún Edda átvagl. Kakan var skorin, svo var hún skorin í smærri bita og enn smærri þangað til hver biti var eins og lítill kassi. Við vissum ekkert hvað væri í gangi. Svo vorum við látin hafa bitana og okkur sagt að mata alla, já við mötuðum um 150 manns með lítilli köku. Það var smá kjánalegt, sérstaklega þegar ég missti óvart einn kökubitann yfir greyið ekkjuna.
Ástæðan fyrir þessu var sú að fyrst Jesús gat mettað 5000 manns með 2 brauðsneiðum og 5 fiskum að þá gátum við alveg, um 150 manns, deilt einni köku á milli okkar. Annars fín kaka sko.
Eyddum svo seinustu mínútunum í að dansa og spjalla, fengum kvöldmat og kvöddum alla, sem var alveg roosalega erfitt, fórum svo upp á hótel að pakka niður fyrir seinasta verkefnið okkar!
28.febrúar-4.mars.
Þessa daga fór ég ásamt Hörpu og Katrínu til Nakuru. Gistum þar hjá 24.ára strák að nafni Chris. Hann hafði nú ekki mikið á móti því að hafa 3 hvítar heima hjá sér :) Fyrsta kvöldið vorum við að kynnast og spila.
Þriðjudagur:
við fórum í heimsókn á munaðarleysingjarhæli sem einnig er skóli og heitir New Life. Það eru dönsk hjón sem sjá um heimilið, það var stofnað árið 1996 og hefur þróast vel síðan þá. Krakkarnir í skólanum eru frá 3.-11 ára, eftir það fara þau í secondary school en fá samt að vera á heimavistinni þangað til þau eru nógu þroskuð til þess að takast á við lífið upp á eigin spýtur.
Þegar við skoðuðum okkur um þarna þá sáum við eitthvað sem við höfðum ekki séð áður í þessari ferð á munarðarleysingjarhæli. Stelpurnar höfðu aðgang að nánast öllu. Flott rúm, setustofu með flottum sófum, sjónvarp, tölvur og hárblásara. Strákarnir eru trítaðir eitthvað verr þarna en stelpurnar, ég man ekki útaf hverju samt. En þeim líður sumum ekki nógu vel á þessum stað var mér sagt.
Á sömu lóð og skólinn/heimilið er á, eru einnig samtök sem kallast Young Mothers, þau eru fyrir konur sem hafa lent í ýmsum hremmingum og slæmum lífsreynslum, s.s. nauðgunum. Þarna geta þær öðlast betra líf, opnað sig og fengið hjálp þangað til þær eru tilbúnar til þess að fara út aftur. Málið er nefnilega það að þessum konum finnst það oft vera þeim að kenna að þeim hafi verið nauðgað, eins og þær hafi bara átt það skilið... sem er auðvitað kolrangt! Sumar eru tilbúnar að fara út eftir 3 mánuði, aðrar eftir 6 og þær sem eru lengst eru í 1 ár.
Konunum er kennt að búa til töskur úr plastpokum, sauma, búa til hálsmen o.fl. til þess að dreifa huganum. Keypti mér einmitt eitt hálsmen þarna sem gert er úr dagatali, frekar nett.
Eftir klst skoðunarferð um svæðið vissi enginn hvað við áttum að gera næst. Við hittum 25 ára gamlan strák að nafni Joseph sem bauðst til að fara með okkur að borða hádegismat. Hann er fyrrverandi meðlimur New Life. Við þekktum hann ekki neitt, og okkur var alltaf sagt að treysta ekki ókunnugum, en við vorum bara svo pirraðar, allt var svo óljóst og enginn vissi neitt að við ákváðum að treysta honum.
Þetta var tilfinningaþrungnasti hádegismatur sem ég hef farið í. Sátum í 3,5 klst að hlusta á strákinn tala um allt líf sitt, hann opnaði sig algjörlega fyrir okkur. Þvílíkt og annað eins.
Þegar við komum á staðinn var hann fullur, svo þegar við litum upp voru allir farnir án þess að við höfum tekið eftir einu né neinu. Ætla ekki að segja frá alveg allri sögunni en ég læt e-rjar línur fylgja;
Þessa daga fór ég ásamt Hörpu og Katrínu til Nakuru. Gistum þar hjá 24.ára strák að nafni Chris. Hann hafði nú ekki mikið á móti því að hafa 3 hvítar heima hjá sér :) Fyrsta kvöldið vorum við að kynnast og spila.
Þriðjudagur:
við fórum í heimsókn á munaðarleysingjarhæli sem einnig er skóli og heitir New Life. Það eru dönsk hjón sem sjá um heimilið, það var stofnað árið 1996 og hefur þróast vel síðan þá. Krakkarnir í skólanum eru frá 3.-11 ára, eftir það fara þau í secondary school en fá samt að vera á heimavistinni þangað til þau eru nógu þroskuð til þess að takast á við lífið upp á eigin spýtur.
Þegar við skoðuðum okkur um þarna þá sáum við eitthvað sem við höfðum ekki séð áður í þessari ferð á munarðarleysingjarhæli. Stelpurnar höfðu aðgang að nánast öllu. Flott rúm, setustofu með flottum sófum, sjónvarp, tölvur og hárblásara. Strákarnir eru trítaðir eitthvað verr þarna en stelpurnar, ég man ekki útaf hverju samt. En þeim líður sumum ekki nógu vel á þessum stað var mér sagt.
Á sömu lóð og skólinn/heimilið er á, eru einnig samtök sem kallast Young Mothers, þau eru fyrir konur sem hafa lent í ýmsum hremmingum og slæmum lífsreynslum, s.s. nauðgunum. Þarna geta þær öðlast betra líf, opnað sig og fengið hjálp þangað til þær eru tilbúnar til þess að fara út aftur. Málið er nefnilega það að þessum konum finnst það oft vera þeim að kenna að þeim hafi verið nauðgað, eins og þær hafi bara átt það skilið... sem er auðvitað kolrangt! Sumar eru tilbúnar að fara út eftir 3 mánuði, aðrar eftir 6 og þær sem eru lengst eru í 1 ár.
Konunum er kennt að búa til töskur úr plastpokum, sauma, búa til hálsmen o.fl. til þess að dreifa huganum. Keypti mér einmitt eitt hálsmen þarna sem gert er úr dagatali, frekar nett.
Eftir klst skoðunarferð um svæðið vissi enginn hvað við áttum að gera næst. Við hittum 25 ára gamlan strák að nafni Joseph sem bauðst til að fara með okkur að borða hádegismat. Hann er fyrrverandi meðlimur New Life. Við þekktum hann ekki neitt, og okkur var alltaf sagt að treysta ekki ókunnugum, en við vorum bara svo pirraðar, allt var svo óljóst og enginn vissi neitt að við ákváðum að treysta honum.
Þetta var tilfinningaþrungnasti hádegismatur sem ég hef farið í. Sátum í 3,5 klst að hlusta á strákinn tala um allt líf sitt, hann opnaði sig algjörlega fyrir okkur. Þvílíkt og annað eins.
Þegar við komum á staðinn var hann fullur, svo þegar við litum upp voru allir farnir án þess að við höfum tekið eftir einu né neinu. Ætla ekki að segja frá alveg allri sögunni en ég læt e-rjar línur fylgja;
-Joseph missti foreldra sína 6 ára og fór á götuna ásamt 8 öðrum bræðrum sínum. Ættingjar þeirra tóku alla peningana sem foreldrarnir áttu og földu öllu skjöl tengd þeim! (foreldrar þeirra voru vel efnaðir miðað við annað fólk á þessum tíma).
- Bræðurnir skildust allir að og hver þurfti bara að hugsa um sjálfan sig, að lifa af á götunni!
- Joseph lenti í ýmsu sem enginn getur ímyndað sér! Hann þurfti að gangast í gegnum ýmsar þrautir til þess að komast inn í klíkur á götunni, t.d. að sofa með dildó í rassinum heila nótt og láta brennimerkja á sér líkamann með sígarettustubbum, hann sýndi okkur örin.
- Hann sniffaði ekki lím en hann reykti marijúana. ( í dag er hann ekki í neinu rugli, reykir ekki einu sinni sígarettur).
- Hann varð vitni af 7 "vinum" sínum nauðga stelpu sem öskraði og öskraði á hjálp. Joseph bjargaði henni og lét hana hlaupast á brott, hann sat eftir með skrekkinn og þurfti að gjalda þess að hafa bjargað stelpunni í margar vikur eftirá! Hann var lúbarinn, næstum til dauða.
- Þegar hann var 11 ára borgaði hann fyrir bílastæði hjá einum manni sem kostaði 40 sillinga (sem var aleiga Joseph´s á þessum tíma, sem eru 60kr). Ef Joseph hefði ekki borgað fyrir manninn hefði hann fengið háa sekt. Maðurinn varð honum rosalega þakklátur. Hann var einn af stofnendum New Life að mig minnir, og tók Joseph með sér.
- Joseph byrjaði í skóla í New Life og var mikið strítt vegna þess að hann var gamall og kunni ekkert í skóla, hann var algjörlega lagður í einelti. Joseph vaknaði kl 2 eða 3 á næturnar og lærði og lærði og fór svo í skólann kl 8. Þetta gerði hann í marga mánuði og uppskar svo sannarlega eftir því. Hann varð gáfaðastur af krökkunum og var farinn að hjálpa þeim í skólanum. Hann var ekki lagður í einelti lengur.
- 18 ára gamall kynntist Joseph stelpu, sem hann svo byrjar með! Þau voru að eignast strák núna um daginn.
- Í dag er Joseph kominn með lögfræðing sem er að vinna í að fá peninga foreldra hans til baka. Ef það gengur upp, sem ég svo sannarlega vona, þá fá bræður hans sinn hlut og restina ætlar Joseph að nota til þess að hjálpa götustrákum! Hann ætlar ekki að eyða krónu í sjálfan sig. Þvílíkt hjarta sem hann er með.
- Hann býr nú í íbúð og er að þróa með sér fyrirtæki sem sér um það að skipuleggja fjallgöngur og útivistarferðir fyrir ferðafólk. Honum gengur mjög vel í lífinu í dag, mér þykir rosalega vænt um þennan strák, og fyrir að hafa sagt okkur þessa sögu!
..Þess má geta núna er hann að vinna í að tala við götustráka og fá þá til að segja sér ævisögu sína, svo ætlar hann að senda okkur skjöl og myndir og við ætlum að reyna okkar besta til þess að finna styrktarforeldra fyrir þá...
- Bræðurnir skildust allir að og hver þurfti bara að hugsa um sjálfan sig, að lifa af á götunni!
- Joseph lenti í ýmsu sem enginn getur ímyndað sér! Hann þurfti að gangast í gegnum ýmsar þrautir til þess að komast inn í klíkur á götunni, t.d. að sofa með dildó í rassinum heila nótt og láta brennimerkja á sér líkamann með sígarettustubbum, hann sýndi okkur örin.
- Hann sniffaði ekki lím en hann reykti marijúana. ( í dag er hann ekki í neinu rugli, reykir ekki einu sinni sígarettur).
- Hann varð vitni af 7 "vinum" sínum nauðga stelpu sem öskraði og öskraði á hjálp. Joseph bjargaði henni og lét hana hlaupast á brott, hann sat eftir með skrekkinn og þurfti að gjalda þess að hafa bjargað stelpunni í margar vikur eftirá! Hann var lúbarinn, næstum til dauða.
- Þegar hann var 11 ára borgaði hann fyrir bílastæði hjá einum manni sem kostaði 40 sillinga (sem var aleiga Joseph´s á þessum tíma, sem eru 60kr). Ef Joseph hefði ekki borgað fyrir manninn hefði hann fengið háa sekt. Maðurinn varð honum rosalega þakklátur. Hann var einn af stofnendum New Life að mig minnir, og tók Joseph með sér.
- Joseph byrjaði í skóla í New Life og var mikið strítt vegna þess að hann var gamall og kunni ekkert í skóla, hann var algjörlega lagður í einelti. Joseph vaknaði kl 2 eða 3 á næturnar og lærði og lærði og fór svo í skólann kl 8. Þetta gerði hann í marga mánuði og uppskar svo sannarlega eftir því. Hann varð gáfaðastur af krökkunum og var farinn að hjálpa þeim í skólanum. Hann var ekki lagður í einelti lengur.
- 18 ára gamall kynntist Joseph stelpu, sem hann svo byrjar með! Þau voru að eignast strák núna um daginn.
- Í dag er Joseph kominn með lögfræðing sem er að vinna í að fá peninga foreldra hans til baka. Ef það gengur upp, sem ég svo sannarlega vona, þá fá bræður hans sinn hlut og restina ætlar Joseph að nota til þess að hjálpa götustrákum! Hann ætlar ekki að eyða krónu í sjálfan sig. Þvílíkt hjarta sem hann er með.
- Hann býr nú í íbúð og er að þróa með sér fyrirtæki sem sér um það að skipuleggja fjallgöngur og útivistarferðir fyrir ferðafólk. Honum gengur mjög vel í lífinu í dag, mér þykir rosalega vænt um þennan strák, og fyrir að hafa sagt okkur þessa sögu!
..Þess má geta núna er hann að vinna í að tala við götustráka og fá þá til að segja sér ævisögu sína, svo ætlar hann að senda okkur skjöl og myndir og við ætlum að reyna okkar besta til þess að finna styrktarforeldra fyrir þá...
Það var ótrúlegt að hlusta á þetta, (þetta er samt ekki öll sagan). Sátum eins og límdar við sætin og störðum á hann allan tímann og þurftum að hafa okkur allar við að tárast ekki. Ótrúlegt að sitja við hliðiná honum þegar hann var að segja þetta, get einhvernveginn ekki lýst þessu. Þetta var saga sem við vorum búnar að bíða eftir að heyra lengi, frá manneskju sem sjálf hafði lent í þessu. Finnst eins og ég hafi þekkt hann allt mitt líf en þarna var ég bara búin að þekkja hann í nokkrar klst.
Kvöldinu eyddum við með Chris, fórum einnig út að borða með Linet og Christine. Linet er vinkona Anne Laurene og sér um skóla o.fl. í Nakuru.
Kvöldinu eyddum við með Chris, fórum einnig út að borða með Linet og Christine. Linet er vinkona Anne Laurene og sér um skóla o.fl. í Nakuru.
Miðvikudagur:
Þennan dag heimsóttum við án efa einn fátækasta skóla sem ég heimsótti í ferðinni. Krakkarnir voru svo skítug í rifnum fötum. Skólinn hafði ekki efni á að gefa þeim að borða og þau fengu sum ekkert að borða heima hjá sér. Voru heppin ef þau fengu einn banana, aumingja börnin.
Við lékum við þau í dágóðan tíma, fórum í íslenska og afríska leiki, þau voru svo ótrúlega glöð og sæt! Fórum einnig með þeim í kennslutíma og fórum yfir verkefni sem þau voru að gera. Blöðin í stílabókunum þeirra voru orðin brún af skít og það var varla neitt eftir af blýöntunum né bókunum, þær voru svo rifnar. Við ákváðum því að nota 6000 sillingana sem söfnuðust á Íslandi í þennan skóla. Fylltum heilan pappakassa af stílabókum, kennslubókum í allskyns fögum, blýöntum, yddurum, pennum, krítum, nammi o.fl. Mikið voru þau glöð. Þarna fann ég að ég var að hjálpa til. Sá það svo greinilega, og það var svo góð tilfinning.
Þegar þessu var lokið keyptum við í matinn, kjúkling, spaghettí og svo auðvitað rauðlauk og tómata til þess að búa til besta salat í heimi. Héldum heim til Chris og útbjuggum mjög góðan kvöldmat. Skiptumst á að fara í sturtu (hella yfir okkur ííísjökul köldu vatni). Viti menn, þegar ég fór í sturtu var riiisa kakkalakki þar með vængi. Vá hvað ég öskraði mikið, Chris kom og bjargaði mér, hahah!! Mér brá svo.
Eftir dýrindis kvöldmat og ágætis kakkalakka sturtu, kíktum við á pöbbann í pool og að hrista ugali spikið okkar með nokkrum danssporum. Hittum Linet, elsku Joseph og Max vin hans sem er Þjóðverji og vinnur í New Life. Hrikalega var þetta skemmtilegt, stjórnuðum algjörlega dj-inum og spiluðum okkar tónlist, ekkert afríkurugl það kvöldið :)
Þennan dag heimsóttum við án efa einn fátækasta skóla sem ég heimsótti í ferðinni. Krakkarnir voru svo skítug í rifnum fötum. Skólinn hafði ekki efni á að gefa þeim að borða og þau fengu sum ekkert að borða heima hjá sér. Voru heppin ef þau fengu einn banana, aumingja börnin.
Við lékum við þau í dágóðan tíma, fórum í íslenska og afríska leiki, þau voru svo ótrúlega glöð og sæt! Fórum einnig með þeim í kennslutíma og fórum yfir verkefni sem þau voru að gera. Blöðin í stílabókunum þeirra voru orðin brún af skít og það var varla neitt eftir af blýöntunum né bókunum, þær voru svo rifnar. Við ákváðum því að nota 6000 sillingana sem söfnuðust á Íslandi í þennan skóla. Fylltum heilan pappakassa af stílabókum, kennslubókum í allskyns fögum, blýöntum, yddurum, pennum, krítum, nammi o.fl. Mikið voru þau glöð. Þarna fann ég að ég var að hjálpa til. Sá það svo greinilega, og það var svo góð tilfinning.
Þegar þessu var lokið keyptum við í matinn, kjúkling, spaghettí og svo auðvitað rauðlauk og tómata til þess að búa til besta salat í heimi. Héldum heim til Chris og útbjuggum mjög góðan kvöldmat. Skiptumst á að fara í sturtu (hella yfir okkur ííísjökul köldu vatni). Viti menn, þegar ég fór í sturtu var riiisa kakkalakki þar með vængi. Vá hvað ég öskraði mikið, Chris kom og bjargaði mér, hahah!! Mér brá svo.
Eftir dýrindis kvöldmat og ágætis kakkalakka sturtu, kíktum við á pöbbann í pool og að hrista ugali spikið okkar með nokkrum danssporum. Hittum Linet, elsku Joseph og Max vin hans sem er Þjóðverji og vinnur í New Life. Hrikalega var þetta skemmtilegt, stjórnuðum algjörlega dj-inum og spiluðum okkar tónlist, ekkert afríkurugl það kvöldið :)
Fimmtudagur:
Ég, Harpa og Katrín eyddum þessum degi með Linet. Hún sýndi okkur þó nokkra staði. Margt af því sem hún sýndi okkur er hún að hjálpa til með. Fórum í 3 skóla, sungum fyrir börnin og gáfum brauð og djús í einum þeirra. Skoðuðum munaðarleysingjarhæli, fórum á heilsugæslustofu og fræddumst um fóstureyðingar, það er rosalega algengt hjá ungum verðandi mæðrum í Kenya að reyna að fremja fóstureyðingu sjálfar! Á heilsugæslustofunni er einnig tekið á móti krökkum með HIV og malaríu og vinir Kenya borga lyf fyrir þau.
Linet sýndi okkur nokkur slumm á svæðinu, í einu þeirra hittum við bræður sem voru albinóar, foreldrum þeirra virtist vera aaalveg sama um þá, voru blindfull. Bræðurnir voru alveg skaðbrenndir eftir sólina og foreldrarnir reyndu ekkert að gera í því, ég gaf þeim 30 sólarvörnina mína, vona að þau noti hana á strákana. Þegar við vorum á leiðinni í burtu þá var kallað á eftir okkur að kaupa bjór handa foreldrunum og mat handa strákunum. Alveg hreint ömurlegt.
Enduðum annars þessa erfiðu göngu, vegna mikils hita og vatnsskorts, hjá nokkrum ekkjum sem sýndu okkur hvernig á að búa til töskur úr plastpokum og einnig körfur, vorum að spreyta okkur í því. Leið frekar illa þennan dag vegna hitans, það var mjög óþægilegt.
Skelltum okkur í sund til þess að kæla okkur niður, ég og Katrín þurftum reyndar ekki að hoppa ofaní laugina til þess að kæla okkur vegna þess að okkur var þegar kalt, sólin var að setjast. Joseph og Max komu til okkar, fórum svo öll saman í kvöldmat til Linet, mjög kósý! Yndislegt fólk.
Ég, Harpa og Katrín eyddum þessum degi með Linet. Hún sýndi okkur þó nokkra staði. Margt af því sem hún sýndi okkur er hún að hjálpa til með. Fórum í 3 skóla, sungum fyrir börnin og gáfum brauð og djús í einum þeirra. Skoðuðum munaðarleysingjarhæli, fórum á heilsugæslustofu og fræddumst um fóstureyðingar, það er rosalega algengt hjá ungum verðandi mæðrum í Kenya að reyna að fremja fóstureyðingu sjálfar! Á heilsugæslustofunni er einnig tekið á móti krökkum með HIV og malaríu og vinir Kenya borga lyf fyrir þau.
Linet sýndi okkur nokkur slumm á svæðinu, í einu þeirra hittum við bræður sem voru albinóar, foreldrum þeirra virtist vera aaalveg sama um þá, voru blindfull. Bræðurnir voru alveg skaðbrenndir eftir sólina og foreldrarnir reyndu ekkert að gera í því, ég gaf þeim 30 sólarvörnina mína, vona að þau noti hana á strákana. Þegar við vorum á leiðinni í burtu þá var kallað á eftir okkur að kaupa bjór handa foreldrunum og mat handa strákunum. Alveg hreint ömurlegt.
Enduðum annars þessa erfiðu göngu, vegna mikils hita og vatnsskorts, hjá nokkrum ekkjum sem sýndu okkur hvernig á að búa til töskur úr plastpokum og einnig körfur, vorum að spreyta okkur í því. Leið frekar illa þennan dag vegna hitans, það var mjög óþægilegt.
Skelltum okkur í sund til þess að kæla okkur niður, ég og Katrín þurftum reyndar ekki að hoppa ofaní laugina til þess að kæla okkur vegna þess að okkur var þegar kalt, sólin var að setjast. Joseph og Max komu til okkar, fórum svo öll saman í kvöldmat til Linet, mjög kósý! Yndislegt fólk.
Helgin 4.-8.mars.
Föstudagurinn 4.mars fór í það að ferðast frá Nakuru til Kisumu að hitta hópinn á þessum yndislega stað í seinasta skipti! Man eftir öllum þjónunum á hótelinu, herbergjunum, leiðinni til og frá Nakumatt (supermarkaður sem við vorum alltaf í), stöðunum í kringum hótelið okkar og örugglega öllu öðru. Var virkilega gott að vera þarna!
Við stelpurnar skelltum okkur í tanið,,, auðvitað! Um kvöldið hittum við svo Kjartan í fyrsta skiptið síðan á Íslandi, gaman, gaman. Skelltum okkur öll saman út að borða á The Swan! Mjög fyndið að segja frá því að á veröndinni, þar sem við borðuðum, voru 2 matsölustaðir. Annar grænmetisstaður og hinn kjötstaður og bara kjöt staðurinn seldi áfengi! Þannig ef maður pantaði bjór og grænmetispitsu t.d. þá þurftum við að vera með bjórinn á sér borði og pitsuna á sér borði!! Við hlógum alveg rosalega mikið að þessu!
Eftir mat voru seinustu danssporin tekin á Ray Palace, aðal barnum okkar, langt fram eftir nóttu! Við Halldóra spjölluðum svo uppi á hóteli til að verða 5 um nóttina og það var ræs 2 klst seinna. Getið ímyndað ykkur hvað við vorum hressar!
Föstudagurinn 4.mars fór í það að ferðast frá Nakuru til Kisumu að hitta hópinn á þessum yndislega stað í seinasta skipti! Man eftir öllum þjónunum á hótelinu, herbergjunum, leiðinni til og frá Nakumatt (supermarkaður sem við vorum alltaf í), stöðunum í kringum hótelið okkar og örugglega öllu öðru. Var virkilega gott að vera þarna!
Við stelpurnar skelltum okkur í tanið,,, auðvitað! Um kvöldið hittum við svo Kjartan í fyrsta skiptið síðan á Íslandi, gaman, gaman. Skelltum okkur öll saman út að borða á The Swan! Mjög fyndið að segja frá því að á veröndinni, þar sem við borðuðum, voru 2 matsölustaðir. Annar grænmetisstaður og hinn kjötstaður og bara kjöt staðurinn seldi áfengi! Þannig ef maður pantaði bjór og grænmetispitsu t.d. þá þurftum við að vera með bjórinn á sér borði og pitsuna á sér borði!! Við hlógum alveg rosalega mikið að þessu!
Eftir mat voru seinustu danssporin tekin á Ray Palace, aðal barnum okkar, langt fram eftir nóttu! Við Halldóra spjölluðum svo uppi á hóteli til að verða 5 um nóttina og það var ræs 2 klst seinna. Getið ímyndað ykkur hvað við vorum hressar!
Masaai Mara.
Dagarnir 5.og 6.mars einkenndust af mikilli keyrslu og að skoða dýr í þjóðgarðinum Masaai Mara. Keyrðum í garðinn frá 10-16, byrjuðum þá aðeins á því að skoða dýrin til 18:30, keyrandi í bíl þar sem hægt var að opna þakið. Okkur voru úthlutuð tjöld til þess að sofa í yfir nóttina í miðjum garðinum. Tjöldin voru með klósetti, vaski, sturtu og rúmum, alveg risavaxin. + fullt af köngulóarvefjum í kaupbæti! Masaai Mara hermaður sat svo hjá öðru hverju tjaldi að verja okkur öll ef e-ð skyldi gerast, t.d. ef risa dýr myndi ráðast að tjöldunum.
Daginn eftir vöknuðum við um 6, byrjuðum svo að keyra um garðinn kl 8 og keyrðum til 20 um kvöldið takk fyrir! Enda voru allir meira en dauðþreyttir þegar við loksins komum til Nairobi um kvöldið.
Allavega.. þennan dag skoðuðum við fullt af dýrum, ljón, zebra hesta, antilópur, flóðhesta, fíla, gíraffa, villisvín, krókódíla, buffalóa o.fl. Svo flott að sjá þetta nokkrum metrum frá mér! Fórum einnig að landamærum Tansaniu-Kenya.
Í lok heimsóknar okkar til Masaai Mara heimsóttum við Masaai Mara hermenn sem er þjóðflokkur sem hefur verið til í mörg, mörg ár. Hérna koma nokkrir punktar um Masaai Mara hermenn:
Dagarnir 5.og 6.mars einkenndust af mikilli keyrslu og að skoða dýr í þjóðgarðinum Masaai Mara. Keyrðum í garðinn frá 10-16, byrjuðum þá aðeins á því að skoða dýrin til 18:30, keyrandi í bíl þar sem hægt var að opna þakið. Okkur voru úthlutuð tjöld til þess að sofa í yfir nóttina í miðjum garðinum. Tjöldin voru með klósetti, vaski, sturtu og rúmum, alveg risavaxin. + fullt af köngulóarvefjum í kaupbæti! Masaai Mara hermaður sat svo hjá öðru hverju tjaldi að verja okkur öll ef e-ð skyldi gerast, t.d. ef risa dýr myndi ráðast að tjöldunum.
Daginn eftir vöknuðum við um 6, byrjuðum svo að keyra um garðinn kl 8 og keyrðum til 20 um kvöldið takk fyrir! Enda voru allir meira en dauðþreyttir þegar við loksins komum til Nairobi um kvöldið.
Allavega.. þennan dag skoðuðum við fullt af dýrum, ljón, zebra hesta, antilópur, flóðhesta, fíla, gíraffa, villisvín, krókódíla, buffalóa o.fl. Svo flott að sjá þetta nokkrum metrum frá mér! Fórum einnig að landamærum Tansaniu-Kenya.
Í lok heimsóknar okkar til Masaai Mara heimsóttum við Masaai Mara hermenn sem er þjóðflokkur sem hefur verið til í mörg, mörg ár. Hérna koma nokkrir punktar um Masaai Mara hermenn:
-Þeir heilla stelpur/konur með því að hoppa eins hátt og þeir geta.
- Foreldrar karlanna velja fyrstu konuna handa þeim en hún velur svo næstu konu, nr 2. Sem er jú.. frekar spes.
- Ef þeir eiga margar kýr mega þeir fá sér margar konur.
- Eftir 10 ára búsetu á sama stað þurfa þeir að færa sig um sess.
- 15 ára eru þeir umskornir og gerast hermenn til 25 ára. Eftir það geta þeir orðið viðurkenndir Masaai Mara hermenn, en til þess þurfa þeir að drepa ljón, það má samt held ég ekki lengur.
- Konurnar byggja húsin sem eru úr mold.
- Karlarnir veiða og vernda svæðin, þá komast villtu dýrin ekki að éta kýrnar.
- Börn þeirra eru öll morandi í flugum vegna kvefs og hors.
- Þeir kveikja eld með spýtum og lifa mjög mikið eins og í gamla daga.
- Foreldrar karlanna velja fyrstu konuna handa þeim en hún velur svo næstu konu, nr 2. Sem er jú.. frekar spes.
- Ef þeir eiga margar kýr mega þeir fá sér margar konur.
- Eftir 10 ára búsetu á sama stað þurfa þeir að færa sig um sess.
- 15 ára eru þeir umskornir og gerast hermenn til 25 ára. Eftir það geta þeir orðið viðurkenndir Masaai Mara hermenn, en til þess þurfa þeir að drepa ljón, það má samt held ég ekki lengur.
- Konurnar byggja húsin sem eru úr mold.
- Karlarnir veiða og vernda svæðin, þá komast villtu dýrin ekki að éta kýrnar.
- Börn þeirra eru öll morandi í flugum vegna kvefs og hors.
- Þeir kveikja eld með spýtum og lifa mjög mikið eins og í gamla daga.
Að lokum skoðuðum við húsin þeirra sem eru mjög hrörleg og lítil, fórum svo á markaðina þeirra að skoða dótið sem konurnar hafa veri ðað búa til. Við Edda keyptum okkur armband úr gíraffaskotti og annað armband úr kúahornum.
Keyrðum svo til Nairobi þar sem við gistum hjá syni Anne Laurene og konu hans sem búa í alveg óótrúlega flottu húsi. Fengum svo rosalega góðan mat, sturtu og góðan svefn.
Þann 7.mars fengum við góðan og flottan morgunmat hjá Winsent syni Anne Laurene og Gloriu konu hans! Við Harpa bjuggum til smoothie handa öllum! Fljótlega eftir morgunmatinn kvöddum við þetta góða fólk og héldum upp á hótel þar sem við eyddum seinustu nótt ferðarinnar. Vorum þar allan daginn að chilla bara og Chris kom til okkar frá Nakuru til þess að kveðja almennilega! Vorum með plön fyrir daginn en Afrika er eins og hún er, allir seinir, þannig það varð ekkert úr plönum okkar!
Keyptum hins vegar stafræna myndavél handa Anne Laurene og flug fyrir hana til Korando. Mikið varð hún glöð. Hún átti þetta svo sannarlega skilið, búin að dekra rosalega mikið við okkur og þið getið ekki ímyndað ykkur hversu erfitt það var að kveðja þessa frábæru konu! Verð bara að hitta hana aftur og börnin hennar, sérstaklega Elvis.
Seinni partinn fórum við á markað og svo út að borða. Heyrðum 6 skothvelli þegar við vorum að bíða fyrri utan hótelið. Þessir skothvellir komu úr næstu götu og okkur var sagt að 2-3 höfðu dáið! Tel okkur hafa verið heppin að hafa ekki verið aðeins neðar. En svona er þetta víst þarna í Kenya og þá sérstaklega í þessari borg, Nairobi.
Þess má geta að þegar við ætluðum að borga reikninginn kom hann fyrst upp á 10.600 sillinga fyrir okkur öll. Okkur fannst það heldur mikið svo við báðum þau að fara yfir hann aftur og þegar uppi var staðið borguðum við 6000 sillinga! Þetta var gott dæmi um það að svarta fólkið ætlaði að svindla á því hvíta!
Joseph kom svo og hitti okkur og við enduðum kvöldið á því að dansa afríska dansa með Kjartani, hann réttara sagt dró okkur á gólfið :)
Þann 8.mars , seinasta daginn okkar í Kenya, heimsóttum við Little Bees sem er skóli sem styrktur er af fólki á Íslandi! Hann er staðsettur í slömmi sem er klárlega það ógeðslegasta sem ég hef séð með mínum eigin augum. Mikil fátækt og mjög vond lykt, enda voru stæðstu ruslahaugar sem ég hef augum mínum litið hjá húsunum. Fólk býr rosalega þétt og skólpið lekur niður eftir götunum, einnig kúkar fólkið bara hér og þar.
Allavega.. í skólanum eru um 250 krakkar frá að mig minnir, 2.-13 ára. Þau voru rosalegar dúllur og mjög glöð. Sungu fyrir okkur og héldu tískusýningu, of sætt. Strákar um 11-13 ára sýndu okkur fimleikatakta, og enga venjulega takta! Stóðu uppá hausnum á hvor öðrum og gerðu allskyns apaæfingar í loftinu, ekkert smá flott hjá þeim! Hef án gríns aldrei séð annað eins. Voru bara að hoppa og skoppa á sandi og steinum, í engum sokkum og engum skóm.
Skólastofurnar eru afmarkaðar með teppum, það eru t.d. 3 bekkir í einu herbergi. Plássið er sko aldeilis nýtt á þeim bænum.
Við hittum stelpu um 14 ára aldurinn. Vinstri höndin hennar er mun styttri en sú hægri. Ástæða þess er sú að þegar hún var lítil fór hún í bólusetningu. Læknirinn gerði e-rja vitleysu og hún fékk mjög slæma sýkingu í upphandleggsbeinið. Afleiðingar þess voru þær að það þurfti að fjarlægja beinið sem gerði það að verkum að höndin styttist. Stelpan getur hreyft fingurnar en hún finnur ekki fyrir miklu, t.d. var snúið uppá höndina hennar þar sem saumarnir hanga saman og hún fann ekkert fyrir því, það var frekar nasty sjón!
Einnig hitti ég strák sem ég hugsa mjög mikið um, hann heitir Amos Imbeya og er 13 ára gamall. Hann hefur misst báða foreldra sína og í ofanálag er hann með rosalega alvarlegan hjartagalla sem ég reyndar veit mjög lítið um annað en það að það er ekkert hægt að gera fyrir hann! Fingurgómarnir hans líta út eins og blöðrur vegna þess að ekkert blóðflæði er! Aumingja strákurinn er svo sorgmæddur, sá það í augunum hans, alltaf þegar ég horfði í þau þurfti ég að líta undan til þess að fara ekki að gráta. Ég reyndi allt til þess að fá hann til að brosa, það gekk rosalega illa en hann brosti einu sinni mjög lauslega fyrir mig, mikið var gott að sjá það!
Amos er tveimur árum eftirá í skóla. Ástæða þess er sú að þegar foreldrar hans dóu lokaði hann sig algjörlega af, grét í tíma og ótíma, og var einnig með stanslausar áhyggjur af sjálfum sér og lífinu. Í dag grætur hann enn.
Það sem mér finnst ömurlegt er það að Vinir Kenya voru búnir að safna nægum pening fyrir Amos til þess að gangast undir aðgerð til þess að létta honum lífið, læknirinn sem ætlaði að framkvæma aðgerðina drap konuna sína og svo sjálfan sig nokkrum dögum fyrir settan dag! Nú treystir sér enginn læknir í þessa erfiðu aðgerð og Amos veit að það eina sem hann getur gert í dag er bara að þrauka,, þrauka eins lengi og hann mögulega getur!
Þetta snart mig mikið, ég hugsa oft til hans, og ég fæ sting í hjartað þegar ég hugsa um sorgmæddu augun hans! Langar svo að geta gert eitthvað til þess að hjálpa honum!
Keyrðum svo til Nairobi þar sem við gistum hjá syni Anne Laurene og konu hans sem búa í alveg óótrúlega flottu húsi. Fengum svo rosalega góðan mat, sturtu og góðan svefn.
Þann 7.mars fengum við góðan og flottan morgunmat hjá Winsent syni Anne Laurene og Gloriu konu hans! Við Harpa bjuggum til smoothie handa öllum! Fljótlega eftir morgunmatinn kvöddum við þetta góða fólk og héldum upp á hótel þar sem við eyddum seinustu nótt ferðarinnar. Vorum þar allan daginn að chilla bara og Chris kom til okkar frá Nakuru til þess að kveðja almennilega! Vorum með plön fyrir daginn en Afrika er eins og hún er, allir seinir, þannig það varð ekkert úr plönum okkar!
Keyptum hins vegar stafræna myndavél handa Anne Laurene og flug fyrir hana til Korando. Mikið varð hún glöð. Hún átti þetta svo sannarlega skilið, búin að dekra rosalega mikið við okkur og þið getið ekki ímyndað ykkur hversu erfitt það var að kveðja þessa frábæru konu! Verð bara að hitta hana aftur og börnin hennar, sérstaklega Elvis.
Seinni partinn fórum við á markað og svo út að borða. Heyrðum 6 skothvelli þegar við vorum að bíða fyrri utan hótelið. Þessir skothvellir komu úr næstu götu og okkur var sagt að 2-3 höfðu dáið! Tel okkur hafa verið heppin að hafa ekki verið aðeins neðar. En svona er þetta víst þarna í Kenya og þá sérstaklega í þessari borg, Nairobi.
Þess má geta að þegar við ætluðum að borga reikninginn kom hann fyrst upp á 10.600 sillinga fyrir okkur öll. Okkur fannst það heldur mikið svo við báðum þau að fara yfir hann aftur og þegar uppi var staðið borguðum við 6000 sillinga! Þetta var gott dæmi um það að svarta fólkið ætlaði að svindla á því hvíta!
Joseph kom svo og hitti okkur og við enduðum kvöldið á því að dansa afríska dansa með Kjartani, hann réttara sagt dró okkur á gólfið :)
Þann 8.mars , seinasta daginn okkar í Kenya, heimsóttum við Little Bees sem er skóli sem styrktur er af fólki á Íslandi! Hann er staðsettur í slömmi sem er klárlega það ógeðslegasta sem ég hef séð með mínum eigin augum. Mikil fátækt og mjög vond lykt, enda voru stæðstu ruslahaugar sem ég hef augum mínum litið hjá húsunum. Fólk býr rosalega þétt og skólpið lekur niður eftir götunum, einnig kúkar fólkið bara hér og þar.
Allavega.. í skólanum eru um 250 krakkar frá að mig minnir, 2.-13 ára. Þau voru rosalegar dúllur og mjög glöð. Sungu fyrir okkur og héldu tískusýningu, of sætt. Strákar um 11-13 ára sýndu okkur fimleikatakta, og enga venjulega takta! Stóðu uppá hausnum á hvor öðrum og gerðu allskyns apaæfingar í loftinu, ekkert smá flott hjá þeim! Hef án gríns aldrei séð annað eins. Voru bara að hoppa og skoppa á sandi og steinum, í engum sokkum og engum skóm.
Skólastofurnar eru afmarkaðar með teppum, það eru t.d. 3 bekkir í einu herbergi. Plássið er sko aldeilis nýtt á þeim bænum.
Við hittum stelpu um 14 ára aldurinn. Vinstri höndin hennar er mun styttri en sú hægri. Ástæða þess er sú að þegar hún var lítil fór hún í bólusetningu. Læknirinn gerði e-rja vitleysu og hún fékk mjög slæma sýkingu í upphandleggsbeinið. Afleiðingar þess voru þær að það þurfti að fjarlægja beinið sem gerði það að verkum að höndin styttist. Stelpan getur hreyft fingurnar en hún finnur ekki fyrir miklu, t.d. var snúið uppá höndina hennar þar sem saumarnir hanga saman og hún fann ekkert fyrir því, það var frekar nasty sjón!
Einnig hitti ég strák sem ég hugsa mjög mikið um, hann heitir Amos Imbeya og er 13 ára gamall. Hann hefur misst báða foreldra sína og í ofanálag er hann með rosalega alvarlegan hjartagalla sem ég reyndar veit mjög lítið um annað en það að það er ekkert hægt að gera fyrir hann! Fingurgómarnir hans líta út eins og blöðrur vegna þess að ekkert blóðflæði er! Aumingja strákurinn er svo sorgmæddur, sá það í augunum hans, alltaf þegar ég horfði í þau þurfti ég að líta undan til þess að fara ekki að gráta. Ég reyndi allt til þess að fá hann til að brosa, það gekk rosalega illa en hann brosti einu sinni mjög lauslega fyrir mig, mikið var gott að sjá það!
Amos er tveimur árum eftirá í skóla. Ástæða þess er sú að þegar foreldrar hans dóu lokaði hann sig algjörlega af, grét í tíma og ótíma, og var einnig með stanslausar áhyggjur af sjálfum sér og lífinu. Í dag grætur hann enn.
Það sem mér finnst ömurlegt er það að Vinir Kenya voru búnir að safna nægum pening fyrir Amos til þess að gangast undir aðgerð til þess að létta honum lífið, læknirinn sem ætlaði að framkvæma aðgerðina drap konuna sína og svo sjálfan sig nokkrum dögum fyrir settan dag! Nú treystir sér enginn læknir í þessa erfiðu aðgerð og Amos veit að það eina sem hann getur gert í dag er bara að þrauka,, þrauka eins lengi og hann mögulega getur!
Þetta snart mig mikið, ég hugsa oft til hans, og ég fæ sting í hjartað þegar ég hugsa um sorgmæddu augun hans! Langar svo að geta gert eitthvað til þess að hjálpa honum!
Seinna þennan sama dag flugum við frá Nairobi til Mumbai.
Þaðan flugum við frá Mumbai til Kuwait.
Svo frá Kuwait til London.
Þetta ferðalag tók um sólarhring. Mikil þreyta var í mannskapnum eftir langar biðir á flugvöllum o.fl.
Ég, Edda og Halldóra enduðum ferðina á 5 dögum í London, versluðum, djömmuðum, skoðuðum borgina og fórum á Manchester United vs. Arsenal! Mjög góð leið til þess að enda þessa frábæru ferð! Okkur fannst fáránlegt þegar við vorum komnar uppá hótelherbergi í London að geta farið í heita sturtu, pantað okkur Dominos pitsu og sofið í mjúku, stóru rúmi með sæng og horft á flatskjá! Fengum nett menningarsjokk þessa daga þegar við vorum að venjast okkar raunveruleika aftur.
Ég hef verið að vinna í því að safna styrktarforeldrum handa börnum þarna úti, búin að finna 6 fyrir stelpurnar sem eiga heima á munaðaraleysingarhælinu sem ég dvaldi fyrst á í Indlandi, svo hef ég fundið nokkra fyrir krakka í Kenya og held áfram að leita. Einnig verð ég svo líklegast seinna meir að finna foreldra handa götustrákum eins og ég sagði ofar í blogginu. Endilega verið í sambandi við mig ef þið hafið áhuga á að gerast styrktarforeldrar. 2500-3000 kr á mánuði sem dugar til þess að kaupa föt, mat og borga skólagjöldin. herdis91@hotmail.com.
Þaðan flugum við frá Mumbai til Kuwait.
Svo frá Kuwait til London.
Þetta ferðalag tók um sólarhring. Mikil þreyta var í mannskapnum eftir langar biðir á flugvöllum o.fl.
Ég, Edda og Halldóra enduðum ferðina á 5 dögum í London, versluðum, djömmuðum, skoðuðum borgina og fórum á Manchester United vs. Arsenal! Mjög góð leið til þess að enda þessa frábæru ferð! Okkur fannst fáránlegt þegar við vorum komnar uppá hótelherbergi í London að geta farið í heita sturtu, pantað okkur Dominos pitsu og sofið í mjúku, stóru rúmi með sæng og horft á flatskjá! Fengum nett menningarsjokk þessa daga þegar við vorum að venjast okkar raunveruleika aftur.
Ég hef verið að vinna í því að safna styrktarforeldrum handa börnum þarna úti, búin að finna 6 fyrir stelpurnar sem eiga heima á munaðaraleysingarhælinu sem ég dvaldi fyrst á í Indlandi, svo hef ég fundið nokkra fyrir krakka í Kenya og held áfram að leita. Einnig verð ég svo líklegast seinna meir að finna foreldra handa götustrákum eins og ég sagði ofar í blogginu. Endilega verið í sambandi við mig ef þið hafið áhuga á að gerast styrktarforeldrar. 2500-3000 kr á mánuði sem dugar til þess að kaupa föt, mat og borga skólagjöldin. herdis91@hotmail.com.
Ég hugsa mikið um þessa ferð og hef verið að bera saman lifnaðarhætti okkar og fólksins þarna úti,, og váá! Þið vitið í alvöru ekki hvað við höfum það fjandi gott, þrátt fyrir að okkur finnist það stundum ekki vegna kreppu, Icesave og alls konar svona kjaftæði! Þetta er bara dropi í hafi miðað við það sem ég hef augum litið í Indlandi og í Kenya.
Vil einnig þakka ykkur fyrir að hafa fylgst með mér, ótrúlega gaman að sjá hvað sumir hafa mikinn áhuga á þessu, veit að ég geri nú ekki stystu blogg í heimi.. :)
p.s. ALLAR mínar myndir frá ferðinni eru inná facebook!
Vil einnig þakka ykkur fyrir að hafa fylgst með mér, ótrúlega gaman að sjá hvað sumir hafa mikinn áhuga á þessu, veit að ég geri nú ekki stystu blogg í heimi.. :)
p.s. ALLAR mínar myndir frá ferðinni eru inná facebook!
-Herdís.